Fellur á formsatriðum 9. júní 2005 00:01 Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart". Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingsmaður og ráðherra, vann í gær mál sem íslenska ríkið, Alcoa á Íslandi og Fjarðarál höfðu áfrýjað, eftir að Héraðsdómur dæmdi Hjörleifi í vil fyrr á árinu. Í þessu máli var deilt um lögmæti umhverfismats og veitingar starfsleyfis álvers í Reyðarfirði. Þegar ákveðið var að reisa álver með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, komst skipulagsstofnun að því að ekki þyrfti að fara fram umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem mat fyrir fyrirhugað álver með 420 þúsund tonna framleiðslugetu hafði þegar farið fram. Hjörleifur kærði þá ákvörðun til umhverfisráðherra, sem staðfesti hins vegar niðurstöðu skipulagsstofnunar. Í kjölfarið veitti Umhverfisstofnun starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar, og kærði Hjörleifur þá ákvörðun einnig. Þeirri kæru var vísað frá. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur hafa nú úrskurðað Hjörleifi í vil, og því verður að fara fram nýtt umhverfismat vegna álversframkvæmdanna í Reyðarfiði. Hjörleifur var ánægður með dóminn. "Ég og Atli Gíslason, lögmaður minn, fögnum þessu og mér finnst gott að vita til þess að hægt sé að treysta dómstólum til þess að takast á við svona stór mál með þessum hætti". Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, segir dóminn hafa komið á óvart. "Það eru vonbrigði að þetta hafi fallið svona, en það er ljóst að málið fellur á formsatriðum sem ekki var rétt að staðið á sínum tíma, að mati Hæstaréttar". Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, segir fyrirtækið taka þessu. "Við erum þegar byrjuð undirbúningsvinnu vegna umhverfismatsins. Þessi dómur mun ekki hafa nein áhrif á framkvæmdirnar svona við fyrstu sýn, þótt þetta hafi verið vonbrigði og komið á óvart".
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Djúpstæður ágreiningur um samgönguáætlun Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Sjá meira