Fimm ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Þeir sem eru ákærðir eru framkvæmdastjóri Arnarfells, yfirmaður öryggismála hjá Impregilo, tveir fulltrúar eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar. Ekki hefur tekist að birta fimmta manninum ákæruna þar sem hann er erlendis. Framkvæmdastjóri Arnarfells mætti ekki við þingfestinguna en þeir þrír sem mættu neituðu allir sök. Framkvæmdastjóra Arnarfells er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysi aðfararnótt 15. mars á síðasta ári með því að senda tvo starfsmenn sína til vinnu við borun i Hafrahvammsgljúfri á stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á grjóthruni vegna hækkandi hita dagana á undan og að viðeigandi öryggisráðstafanir hafi ekki verið gerðar. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun þegar tæplega 40 kílóa hnullungur losnaði og lenti á öðrum þeirra þannig að hann lést. Hinum fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna áætlun um öryggi eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríksins. Þá eru þeir sakaðir um að hafa vanrækt að bregðast við bráðri hættu á vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna vegna hættu á grjóthruni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært fimm menn fyrir vanrækslu þegar banaslys varð við Kárahnjúka í mars á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í morgun. Þeir sem eru ákærðir eru framkvæmdastjóri Arnarfells, yfirmaður öryggismála hjá Impregilo, tveir fulltrúar eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar. Ekki hefur tekist að birta fimmta manninum ákæruna þar sem hann er erlendis. Framkvæmdastjóri Arnarfells mætti ekki við þingfestinguna en þeir þrír sem mættu neituðu allir sök. Framkvæmdastjóra Arnarfells er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysi aðfararnótt 15. mars á síðasta ári með því að senda tvo starfsmenn sína til vinnu við borun i Hafrahvammsgljúfri á stíflusvæði Kárahnjúkavirkjunar, þótt honum væri kunnugt um að bráð hætta hefði skapast á grjóthruni vegna hækkandi hita dagana á undan og að viðeigandi öryggisráðstafanir hafi ekki verið gerðar. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun þegar tæplega 40 kílóa hnullungur losnaði og lenti á öðrum þeirra þannig að hann lést. Hinum fjórum er gefið að sök að hafa vanrækt að vinna áætlun um öryggi eða sérstakt áhættumat vegna vinnu við virkjunarsvæðið þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli Vinnueftirlits ríksins. Þá eru þeir sakaðir um að hafa vanrækt að bregðast við bráðri hættu á vinnuslysum með því að gera ekki viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsmanna vegna hættu á grjóthruni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira