Reyndi að flýja úr umsjón lögreglu 2. júní 2005 00:01 Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð. Fjögur ungmenni, þrjár stúlkur og einn maður, sem voru með manninum í för eru á aldrinum 19 til 24 ára og eru öll kínverskir ríkisborgarar. Þó maðurinn sé grunaður um mansal var hann einungis ákærður og dæmdur fyrir að aðstoða fólk við að komast ólöglega á milli landa. Aðspurður hvers vegna maðurinn var ekki ákærður fyrir mansal fyrst málið ber þess merki að vera angi af skipulagðri glæpastarfsemi segir Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns, að fólkið virðist vera fórnarlömb í málinu og því sé það ekki ákært. Refsing mannsins er í samræmi við dómafordæmi. Þó hefur fylgdarfólkið í fyrri málum verið ákært og dæmt til refsingar ýmist fyrir skjalafals eða skjalamisnotkun en nú virðist hafa orðið breyting á. Að sögn Eyjólfs hefur átt sér stað mikil þróun í þessum málaflokki og alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir um heim allan hafi verið að bregðast við þessum alvarlega brotaflokki. Eyjólfur segir að með aukinni reynslu og þróun sé tekið öðruvísi á þessum málum. Nýverið skrifaði Ísland undir sáttmála Evrópuráðsins um að vernda fórnarlömb mansals og smygls. Um tíma var talið að stúlkurnar þrjár væru 15 til 17 ára gamlar og málið því talið mun alvarlegra ef rétt væri að fórnarlömbin væru börn. Spurður hvað olli þessum misskilningi segir Eyjólfur að þetta sé hluti af ferlinu; fólkinu sé uppálagt að skýra frá með ákveðnum hætti og það hafi gert það í þessu tilviki. Kínverjarnir hafa dvalið á gistiheimili í Reykjnesbæ en þau hafa verið í óvissu um örlög sín og ekki skilið að líklega hafi þeim verið fyrir bestu að för þeirra yrði stöðvuð hér. Í síðustu viku stökk ungi maðurinn út um glugga af annari hæð niður á hellulagða stétt til að flýja. Hann lá vankaður á stéttinni um stund en hljóp af stað þegar lögregluna bar að. Hann náðist svo á hlaupum. Kínverjarnir hafa fengið dvalarleyfi hér á landi til bráðabirgða á meðan unnið er að málum þeirra í stjórnsýslunni. Tvö þeirra hafa lýst yfir vilja til að komast aftur til síns heima.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira