Innlent

Æ fleiri heitir reitir hjá OgVodafone

Sífellt fleiri fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á Heita reiti (Hot Spot), þráðlausa háhraða nettengingu, frá Og Vodafone. Um 50 veitinga- og kaffihús og ýmiss konar þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri hafa nú þegar tekið þjónustuna í notkun. Í Heitum reitum, sem er notendum að kostnaðarlausu, felst öll algeng netþjónusta. Má þar nefna vefráp (HTTP), tölvupóstur (email/POP) og snarspjall (MSN). Þá er hægt að tengjast vinnustöðum og skólanetum um Vinnuhlið (VPN gátt og TELNET). Hins vegar er lögð áhersla á að koma í veg fyrir misnotkun á erlendu niðurhali. Þeir staðir sem bjóða upp á Heita reiti eru sérmerktir. Þar má nálgast leiðbeiningar um hvernig þráðlaus nettenging er notuð. Notendur þurfa að hafa þráðlaus netkort í tölvum sínum til þess að notfæra sér þjónustuna. Og Vodafone tók sína fyrstu Heitu reiti í notkun í kringum eins árs afmæli fyrirtækisins árið 2004. Nú er þjónustan einkum vinsæl hjá starfsfólki fyrirtækja sem vill breyta um umhverfi og halda fundi á veitinga- og kaffihúsum. Og Vodafone er framarlega hvað varðar Internetlausnir og ein af stærstu internetveitum landsins. Fyrirtækið hefur byggt upp sitt eigið DSL kerfi sem býður upp á háhraða gagnaflutninga um allt höfuðborgarsvæðið, á Akureyri, Akranesi, Selfossi, í Reykjanesbæ og Vestmannaeyjum. DSL lausnir Og Vodafone eru því sniðnar að þörfum þeirra fyrirtækja sem vilja nýta sér alla kosti Internetsins í starfsemi sinni. Sjá upplýsingar um staði sem bjóða Heita reiti Og Vodafone


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×