Betra að reykja en vera of þungur 13. október 2005 19:15 "Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
"Ég lít svo á að þarna sé klárlega um mismunun að ræða," segir Friðjón Guðjohnsen kjörfaðir um ættleiðingarmál Lilju Sæmundsdóttur sem nú er fyrir dómstólum. Dómsmálaráðuneytið synjaði henni um að ættleiða barn frá Kína þar sem hún væri of þung. Friðjón og kona hans hafa ættleitt eitt barn frá útlöndum og hafa fengið forsamþykki ráðuneytisins um að ættleiða annað. Friðjón þekkir því ættleiðingaferlið vel. "Ráðuneytið notar meðal annars ákveðinn þyngdarstuðul, svokallaðan BMI stuðul, í vinnu sinni á umsóknunum," segir Friðjón. "Þessi stuðull er reiknaður út frá hæð og þyngd viðkomandi. Ef hann er utan þeirra marka sem þeir telja eðlileg, eða yfir 25, þá óskar ráðuneytið eftir frekari upplýsingum. Það sem mér finnst gagnrýni vert er að þá um leið er það þegar búið að leggja mat á umsækjendur, bara út frá þessum eina þætti. " Friðjón sagði að í bæði skiptin sem þau hjón hefðu sótt um að fá að ættleiða hefði ráðuneytið vakið sérstaka athygli barnaverndaryfirvalda á því að þau væru, að áliti þess, of þung. Hefði ráðuneytið beðið barnaverndaryfirvöld um að afla sérstakra upplýsinga um heilsufar þeirra. Þessara upplýsinga hefði átt að afla þar sem ráðuneytið teldi að þyngd yfir kjörþyngd væri áhættuþáttur ýmissa hjarta og æðasjúkdóma. "Ég spurði þá starfsmann ráðuneytisins sérstaklega um hvort óskað væri eftir sömu upplýsingum ef umsækjandi reykti og hann sagði að svo væri ekki. Spurt er sérstaklega hvort umsækjandi reyki í umsókninni um forsamþykki, þannig að ráðuneytinu á að vera kunnugt um það," segir Friðjón og vísar til útreikninga Hjartaverndar þar sem áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum er talin margfalt meiri af völdum reykinga heldur en ofþyngdar. Hann bendir á að þeir starfsmenn ráðuneytisins sem skoði umsóknirnar séu að jafnaði lögfræðingar, sem hafi hvorki læknisfræðimenntun né aðra sérstaka menntun til þess að meta áhættuþætti hjarta og æðasjúkdóma.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira