Menning

Að virkja jákvæðu hliðarnar

"Lesblindir einstaklingar eiga í erfiðleikum með tvívíð tákn, bókstafi og tölustafi en búa yfir myndrænni hugsun og sköpunarhæfileikum," segir Sigrún sem er ein þeirra sex sem vinna á Lesblindusetrinu. Þar er boðið upp á 30 stunda einstaklingsnámskeið í svokallaðri Davis aðferðafræði sem beinist að rótum lesblindunnar en ekki áhrifum hennar. Segja má að hindranir séu fjarlægðar með þeim hætti að stafir og orð rugli nemandann síður eða alls ekki og því verður lestur og nám léttara. Námskeiðinu fylgir svo eftirfylgni og símaþjónusta, að sögn Sigrúnar. En hvaða aldur miðast þessi námskeið við? "Undir venjulegum kringumstæðum miðast þetta við 9-10 ára en við förum neðar. Við vinnum yfirleitt með börnin fimm tíma í einu, sex tíma á dag. Árangurinn getur orðið 96% þannig að þau eiga mikla möguleika ef þau leggja sig fram en auðvitað byggist þetta á því hversu tilbúin þau eru að tileinka sér aðferðirnar," segir Sigrún og bætir við að lokum: "Það er fullt af jákvæðum þáttum í lesblindunni. Maður þarf bara að vinna á neikvæðu þáttunum til að komast að þeim."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×