Olíufélögin borga 1,5 milljarða 2. maí 2005 00:01 Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Stóru olíufélögin þrjú þurfa í dag að greiða ríkissjóði samanlagt einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu hér á landi um árabil, þótt þau ætli að áfrýja málum sínum til dómstóla. Hjá Fjársýslu ríkisins fékkst það staðfest að greiðsluseðlar vegna sektanna hafi verið sendir félögunum og fjármálaráðuneytið hefur synjað hugmyndum a.m.k. Esso um að fá að láta bankatryggingar nægja þar til dómur er genginn í áfrýjunarmálum þeirra. Rök ráðuneytisins eru meðal annars þau að ef einstaklingur fær hækkun á sína skatta verður hann að greiða samkvæmt þeirri ákvörðun, þar til kæra hans ber ef til vill þann árangur að hann fær lækkun. Þá fær hann mismuninn endurgreiddan með vöxtum. Það sama skal ganga yfir olíufélögin, að mati fjármálaráðuneytisins. Kristján Loftsson, formaður stjórnar Kers sem á Esso, sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að félögin ættu ekki þessar upphæðir undir koddanum og að Esso yrði að fá lán fyrir greiðslunni. Esso á að greiða 490 milljónir í sektir. Í viðskiptaheiminum er bent á hugsanlegt samhengi þess að Skeljungur sé nú að selja verðmæta lóð við Gullengi í Grafarvogi, sem félagið fékk undir bensínstöð, á almennum markaði undir fjölbýlishús en Skeljungur á að greiða 450 milljónir í sekt. Ekkert fréttist úr herbúðum Olís, enda hefur Einar Benediktsson forstjóri ekki tjáð sig við fjölmiðla um langt skeið. Olís ber hæstu sektina eða 560 milljónir. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort félagið stendur í eignasölu. Það félag var hins vegar fyrst til að tilkynna að það myndi áfrýja þessari niðurstöðu áfrýjunarnefndar um samkeppnismál, sem þó lækkaði upphaflegar sektarupphæðir Samkeppnisstofnunar umtalsvert.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira