Skordýraeitur lak úr tunnu í vél 1. maí 2005 00:01 Skordýraeitur stöðvaði farþegavél Flugleiða í morgun. Franskir bændur höfðu keypt tíu 16 lítra tunnur af skordýraeitri fyrir akrana sína og fengið Flugleiðir til að flytja frá Minneapolis til Parísar. Þegar menn byrjuðu af afhlaða vélina í morgun kom í ljós að lekið hafði úr einni tunnu og fór þá ákveðin viðbúnaðaráætlun í gang. Flugvélin var færð frá landgangi og sett í einangrun, lögregla kölluð til svo og eiturefnadeild Varnarliðsins og fulltrúar heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Á meðan biðu farþegar sem ætluðu með þessarri flugvél til Lundúna en þeir munu nú vera á leið þangað. En stafar flugfarþegum hætta af flutningi eiturefna á borð við þau sem helltust niður í lestinni í morgun? Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að farið hafi verið að öllum lögum og reglugerðum um flutning efna sem þessara þannig að þrátt fyrir lekann sé engin hætta á ferðum fyrir farþega. Aðspurður hvort þeir sem voru að afferma vélina hafi verið í hættu segist Guðjón halda að svo hafi ekki verið en þegar svona gerist fari í gang ákveðin viðbúnaðaráætlun sem feli í sér að allir sem hugsanlega hafi komist í snertingu við efnið séu sendir í læknisskoðun. Það hafi verið gert og allt hafi reynst í lagi. Guðjón segist enn fremur telja að þessi efni séu ekki mjög hættuleg nema nánast við inntöku. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Skordýraeitur stöðvaði farþegavél Flugleiða í morgun. Franskir bændur höfðu keypt tíu 16 lítra tunnur af skordýraeitri fyrir akrana sína og fengið Flugleiðir til að flytja frá Minneapolis til Parísar. Þegar menn byrjuðu af afhlaða vélina í morgun kom í ljós að lekið hafði úr einni tunnu og fór þá ákveðin viðbúnaðaráætlun í gang. Flugvélin var færð frá landgangi og sett í einangrun, lögregla kölluð til svo og eiturefnadeild Varnarliðsins og fulltrúar heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Á meðan biðu farþegar sem ætluðu með þessarri flugvél til Lundúna en þeir munu nú vera á leið þangað. En stafar flugfarþegum hætta af flutningi eiturefna á borð við þau sem helltust niður í lestinni í morgun? Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að farið hafi verið að öllum lögum og reglugerðum um flutning efna sem þessara þannig að þrátt fyrir lekann sé engin hætta á ferðum fyrir farþega. Aðspurður hvort þeir sem voru að afferma vélina hafi verið í hættu segist Guðjón halda að svo hafi ekki verið en þegar svona gerist fari í gang ákveðin viðbúnaðaráætlun sem feli í sér að allir sem hugsanlega hafi komist í snertingu við efnið séu sendir í læknisskoðun. Það hafi verið gert og allt hafi reynst í lagi. Guðjón segist enn fremur telja að þessi efni séu ekki mjög hættuleg nema nánast við inntöku.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira