Harmar aðild að hrottalegri árás 29. apríl 2005 00:01 Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira