Spennandi námskeið í sumarbúðum 27. apríl 2005 00:01 Sumarbúðirnar Ævintýraland á Hvanneyri bjóða upp á heilmörg spennandi námskeið fyrir börnin og ætti engum að leiðast. Birgitta Haukdal mætir á svæðið. "Á fyrsta degi kynnum við námskeiðin mjög vel fyrir börnunum en þau eru á námskeiðum í tvær stundir á hverjum degi," segir Svanhildur Sif Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri sumarbúðanna Ævintýralands á Hvanneyri. Hún segir fjölbreytt námskeið í boði í sumarbúðunum; svo sem í kvikmyndagerð, leiklist, myndlist, tónlist, dansi, íþróttum, hestamennsku, ævintýraferðum, skyndihjálp og grímugerð. "Vissulega þykir börnunum oft erfitt að velja og stundum elta þau bara vinina. Fjölbreytnin er svo mikil að engum ætti að leiðast hjá okkur." Um verslunarmannahelgina verða í boði sérstök námskeið fyrir börn á aldrinum 12 til 14 ára. "Við höldum inni flestum námskeiðunum og bætum við umhirðu húðar, förðun, þolfimi og tískusýningu og fleira. Auk þess erum við með karókíkeppni þar sem alvaran er mun meiri en hjá þeim yngri," segir Svanhildur og bætir við að auk þess sé alltaf einhver landsfrægur aðili með forvarnarspjall við börnin, en í ár mun Birgitta Haukdal mæta á svæðið. Hugmyndafræði sumarbúðanna byggir á skilyrðislausri virðingu fyrir börnum. "Hver hópur heldur jafnan hádegisfund með sínum umsjónarmanni. Þessir fundir eru hugsaðir til að efla samstöðu og samhug og sjá hvort öllum líði ekki vel hjá okkur. Valdir eru leikir til að efla sjálfstraustið og börnin læra bæði að hrósa öðrum og sjálfum sér. Við reynum að sá góðum fræjum hvar og hvenær sem við getum," segir Svanhildur. Upplýsingar um sumarbúðirnar er að finna á vefsíðunni sumarbudir.is. Nám Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sumarbúðirnar Ævintýraland á Hvanneyri bjóða upp á heilmörg spennandi námskeið fyrir börnin og ætti engum að leiðast. Birgitta Haukdal mætir á svæðið. "Á fyrsta degi kynnum við námskeiðin mjög vel fyrir börnunum en þau eru á námskeiðum í tvær stundir á hverjum degi," segir Svanhildur Sif Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri sumarbúðanna Ævintýralands á Hvanneyri. Hún segir fjölbreytt námskeið í boði í sumarbúðunum; svo sem í kvikmyndagerð, leiklist, myndlist, tónlist, dansi, íþróttum, hestamennsku, ævintýraferðum, skyndihjálp og grímugerð. "Vissulega þykir börnunum oft erfitt að velja og stundum elta þau bara vinina. Fjölbreytnin er svo mikil að engum ætti að leiðast hjá okkur." Um verslunarmannahelgina verða í boði sérstök námskeið fyrir börn á aldrinum 12 til 14 ára. "Við höldum inni flestum námskeiðunum og bætum við umhirðu húðar, förðun, þolfimi og tískusýningu og fleira. Auk þess erum við með karókíkeppni þar sem alvaran er mun meiri en hjá þeim yngri," segir Svanhildur og bætir við að auk þess sé alltaf einhver landsfrægur aðili með forvarnarspjall við börnin, en í ár mun Birgitta Haukdal mæta á svæðið. Hugmyndafræði sumarbúðanna byggir á skilyrðislausri virðingu fyrir börnum. "Hver hópur heldur jafnan hádegisfund með sínum umsjónarmanni. Þessir fundir eru hugsaðir til að efla samstöðu og samhug og sjá hvort öllum líði ekki vel hjá okkur. Valdir eru leikir til að efla sjálfstraustið og börnin læra bæði að hrósa öðrum og sjálfum sér. Við reynum að sá góðum fræjum hvar og hvenær sem við getum," segir Svanhildur. Upplýsingar um sumarbúðirnar er að finna á vefsíðunni sumarbudir.is.
Nám Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira