Stæra sig af árásum á heimasíðu 19. apríl 2005 00:01 Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Tveir urðu fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Þeir sem hafa verið kærðir eru í hópi manna sem kalla sig Fazmo og halda úti heimasíðu þar sem greint hefur verið frá árásum hópsins en lýsingarnar hafa nú verið teknar af síðunni. Skömmu fyrir fréttir voru skráðar rúmlega átta þúsund heimsóknir á heimasíðuna í dag. Geint var frá árásinni og heimasíðunni í DV í dag á sama tíma og á baksíðu Morgunblaðsins var haft eftir lögreglunni að árásarmennirnir væru ófundnir. Fjórir hafa verið kærðir fyrir líkamsárás sem átti sér stað fyrir framan Hverfisbarinn rétt fyrir klukkan tvö aðfararnótt laugardags. Árásarmennirnir létu höggin og spörkin dynja á þolendunum en hlupu á brott rétt áður en lögregla kom á staðinn. Nökkvi Gunnarsson varð fyrir barðinu á árásarmönnunum og hann segist hafa verið rangur maður á röngum stað. Nökkvi segir að mennirnir hafi komið aðvífandi að röðinni inn á Hverfisbarinn og hafi tekið bringusundstök í gegn. Einhverjum hafi þá orðið það á að biðja þá um að hætta að ryðjast. Þá hafi þeir gengið í skrokk á viðkomandi og rotað hann og kastað honum í vegg. Nökkvi segir að því næst hafi þeir sparkað í höfuðið á honum en þá hafi hann sjálfur stigið inn á milli og beðið mennina um að róa sig. Þá hafi ekki skipt neinum togum að þeir hafi snúið sér að honum og hann hafi haldið að hvert spark í höfuðið yrði það síðasta. Hann hafi verið farinn að hugsa til himins og það sé ekki þeim að þakka hann sé á lífi. Menn sem voru með árásármönnunum héldu fólki frá svo barsmíðarnar gætu haldið áfram. Nökkva fannst ótrúlegt þegar honum var sagt frá heimasíðunni en þannig náði hann að bera kennsl á mennina og var árásin sem hann varð fyrir nefnd þar. Nökkvi segir að þar hafi verið rætt um að það hefðu verið einhver læti í röðinni á Hverfisbarnum og að einhverjir hefðu meitt sig en mennirnir hafi sagst vera aumir í hnúnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira