Tryllt árás í miðbænum 19. apríl 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík leitar tveggja til fjögurra ofbeldismanna úr átta manna hópi sem réðust á tvo menn af tilefnislausu fyrir utan Hverfisbarinn í miðborginni á laugardagskvöldið. Mennirnir hafa lagt fram kæru. Árásin var tekin upp á myndband öryggismyndavéla sem gæta gestanna á staðum. Myndbandið er í höndum lögreglunnar. Maðurinn sem fyrst varð fyrir árás hópsins segir að hann hafi ásamt félögum sínum verið framarlega í röð Hverfisbarsins þegar hópur ungra manna hafi reynt að troða sér fram fyrir. Hann hafi snúið sér við og bent hópnum á að það væri röð og með það sama verið sleginn niður. Hann hafi kastast í útvegg staðarins og rotast. Hann viti ekki meir. Hann hafi fengð heilahristing við árásina auk þess að vera lemstraður. Lögreglan hafi flutt hann á slysadeild. Honum hefur verið sagt að annar maður úr röðinni sem hann ekki þekki hafi stokkið til sér til bjargar þar sem barsmíðarnar, spörk og hnefahökk, hafi dunið á honum þar sem hann lá rotaður. Hópurinn hafi einnig ráðist á þann. Yfirdyravörður á Hverfisbarnum, Skúli Guðmundsson, segir árásarmennina hafa staðið utan við barinn um tvö leytið á laugardagskvöldið og viljað inn. Hann staðfestir lýsingu mannsins á upphafi árásarinnar. "Þeir hoppa tveir til þrír í manninn og síðan voru þeir farnir. Þetta gerðist mjög snöggt. Við stóðum eftir og trúðum ekki að þetta hafi gerst," segir Skúli. Árásin sé ekki líkri neinni annarri sem hann hafi orðið vitni af. Hún hafi komið þeim dyravörðunum í opna skjöldu. Þeir hafi hræðst um líf sitt og kallað til lögreglu. Hann hafi ekki brugðist við af vana og sé enn í áfalli eftir að hafa horft á árásina á manninn. "Ég varð hálf dofinn því ég hef aldrei lent í svona áður. Tryllingurinn og brjálæðið var svo mikið og ekki bara hjá einum manni eins og við sjáum heldur hjá öllum hópnum. Hann var gjörsamlega trylltur," segir Skúli. Stefán Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður segir hlustað á vitni áður en sakborningar séu kallaði í yfirheyslu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira