Færni vörubílstjóra fer batnandi 13. apríl 2005 00:01 "Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði." Nám Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði."
Nám Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira