Menning

Taílendingar bera sig vel

Ferðamálayfirvöld í Taílandi bera sig vel þrátt fyrir annan stóran jarðskjálfta í Indlandshafi svo skömmu eftir hamfarirnar á annan í jólum. Skjálftinn síðastliðinn mánudag setur þó óneitanlega strik í reikninginn í taílenskri ferðaþjónustu, sem er með mikilvægari atvinnugreinum fyrir efnahagslíf landsins.

Nú er aðal ferðamannatíminn í Taílandi, en ferðamenn hafa aldrei verið færri og aðeins Evrópumenn sem hafa skilað sér aftur eftir skjálftana um jólin.

Taílensk ferðamálayfirvöld segja þó að nýjasti skjálftinn hafi ekki kostað afbókanir ferðamanna til landsins né að ferðamenn hafi yfirgefið svæðið.

"Við vonum að vel upplýst fólk láti skjálftana ekki hafa áhrif á sig og komi óhrætt til Taílands. Skynsamt fólk veit að þessir atburðir heyra til undantekninga," er haft eftir yfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×