Menning

Simon Yates til Íslands

Simon Yates, klifurfélagi Joe Simpson sem skrifaði bókina Touching the Void, er á leiðinni til Íslands. Hann kemur í lok þessarar viku og mun líklegast halda fyrirlestur í sal Ferðafélagsins næsta sunnudag eins og kemur fram á heimasíðu Útiveru, utivera.is.

Eins og margir muna eftir var gerð samnefnd kvikmynd eftir bókinni Touching the Void og vakti hún mikla lukku. Simon Yates hefur stundað fjallamennsku í rúm tuttugu ár, meðal annars í Alaska, Ástralíu, Suður-Ameríku og fleiri löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×