Konur búa til lampa 8. mars 2005 00:01 "Mig hefur lengi dreymt um að halda námskeið af þessu tagi og ákvað að láta verða af því núna," segir Þuríður Steinþórsdóttir en hún býður nú konum að koma á námskeið í lampagerð. Þuríður rak um árabil Forn-ný járngalleríið í Garðabæ en hefur nú flutt sig um set og býr á Laugarvatni. Þar rekur hún Galleríið þar sem hún selur eigin lampa, kertastjaka og ljósakrónur auk valdra muna eftir aðra listamenn. Lampanámskeiðið er hugsað fyrir smærri kvennahópa, sex til átta í hóp er hæfilegt. "Ég er bæði með þriggja kvölda námskeið og svo helgarnámskeið en þá gista konurnar gjarna og gera sér glaðan dag í leiðinni. Það var ótrúlega gaman á fyrsta námskeiðinu en þá gerðu konurnar allt sjálfar; þær pússuðu járnið, rafsuðu, lökkuðu og gengu frá rafmagninu. Svo bjuggu þær til skermana. Engir tveir lampar eru eins og hægt að velja um ólík form og liti. Þær voru alsælar með lampana sína þegar þær héldu heim á leið," segir Þuríður. Þuríður hefur verið búsett á Laugarvatni í um þrjú ár. Hún segir það forréttindi að búa á stað sem Laugarvatni. "Náttúrufegurðin er einstök hér um slóðir og samfélagið alveg yndislegt. Svo er auðvitað stutt í bæinn sem er kostur," segir Þuríður Steinþórsdóttir.Afraksturinn er glæsilegur. Engir tveir lampar eru eins enda hægt að velja um mörg mismunandi form og liti. Nám Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Mig hefur lengi dreymt um að halda námskeið af þessu tagi og ákvað að láta verða af því núna," segir Þuríður Steinþórsdóttir en hún býður nú konum að koma á námskeið í lampagerð. Þuríður rak um árabil Forn-ný járngalleríið í Garðabæ en hefur nú flutt sig um set og býr á Laugarvatni. Þar rekur hún Galleríið þar sem hún selur eigin lampa, kertastjaka og ljósakrónur auk valdra muna eftir aðra listamenn. Lampanámskeiðið er hugsað fyrir smærri kvennahópa, sex til átta í hóp er hæfilegt. "Ég er bæði með þriggja kvölda námskeið og svo helgarnámskeið en þá gista konurnar gjarna og gera sér glaðan dag í leiðinni. Það var ótrúlega gaman á fyrsta námskeiðinu en þá gerðu konurnar allt sjálfar; þær pússuðu járnið, rafsuðu, lökkuðu og gengu frá rafmagninu. Svo bjuggu þær til skermana. Engir tveir lampar eru eins og hægt að velja um ólík form og liti. Þær voru alsælar með lampana sína þegar þær héldu heim á leið," segir Þuríður. Þuríður hefur verið búsett á Laugarvatni í um þrjú ár. Hún segir það forréttindi að búa á stað sem Laugarvatni. "Náttúrufegurðin er einstök hér um slóðir og samfélagið alveg yndislegt. Svo er auðvitað stutt í bæinn sem er kostur," segir Þuríður Steinþórsdóttir.Afraksturinn er glæsilegur. Engir tveir lampar eru eins enda hægt að velja um mörg mismunandi form og liti.
Nám Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira