Menning

Vinnur myndrænt með hugmyndir

"Brautinni er skipt í tvennt, annars vegar myndlist og hins vegar textíl og valdi ég myndlist," segir Auður Karitas Þórhallsdóttir nemi á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ sem hefur fengist við myndlist frá blautu barnsbeini. "Ég hef verið að teikna alveg frá því ég var lítil og haft ríkt hugmyndaflug, þannig að þetta lá beint við," segir Auður og brosir. "Námið byggist aðallega á módelteikningu og rík áhersla er lögð á hugmyndavinnu og myndrænar úrlausnir verkefna," segir Auður en bætir að í lokin sé unnið lokaverkefni að eigin vali. Listnámsbrautin sjálf er þrjú ár og nægir það til inngöngu í Listaháskóla Ísland, en nemendum býðst að taka ár til viðbótar til stúdentsprófs til að auka möguleika sína, og er það nokkuð sem Auður ákvað að gera strax í upphafi. "Ég vil vera undirbúin undir háskólanám ef hugur minn skildi stefna þangað síðar meir, og vil ég halda möguleikum mínum opnum," segir Auður, þó hún telji það líklegast að hún stefni á frekara listnám. Hún hefur verið ánægð með námið í FG og telur það hafa hentað sér vel. Hún ætlar að taka hlé frá námi eftir ústkrift og stefnir á að fara í nýja förðunarskólann Emm í haust. "Ég hugsa að ég taki mér tíma í að vinna í eitt eða tvö ár áður en ég held áfram námi, en eins og er heillar það mig mest að fara í nám erlendis þar sem ég tel úrvalið og möguleikana vera meiri," segir Auður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×