Segir Sri hafa beitt sig fjárkúgun 4. mars 2005 00:01 Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hákoni Eydal fyrir að hafa banað Sri Rahmawati þann 4. júlí í fyrrasumar dróst um tvær klukkustundir í morgun þar sem ákæruvaldið gleymdi að gera ráðstafanir til að flytja Hákon frá Litla-Hrauni í héraðsdóm. Ákærði rakti fyrir dóminum samskipti sín við Sri. Þau hófu sambúð árið 2001 en hún varði einungis í 7 mánuði. Í ágúst 2002, eftir að upp úr slitnaði, fæddi Sri dóttur þeirra. Þá þegar var samband þeirra að sögn Hákons afar stormasamt. Hann segir hana hafa reynt að kúga út úr sér fé og hótað að drepa fóstrið og síðar barnið eftir að það fæddist. Hann segir að hún hafi alla tíð neitað sér um umgengni við barnið og að ættingjar hennar hafi hótað sér líkamsmeiðingum. Saksóknari sagði fyrir dómi að ættingjar Sri vísi öllum þessum áburði á bug og segja hann einungis til þess fallinn að sverta minningu hennar. Hákon segir að þau hafi verið sátt fyrstu helgina í júlí. Þá hafi Sri farið út að skemmta sér en komið til hans síðla nætur. Þau hafi þá að morgni 4. júlí elskast en þegar hann hafi léð máls á því að fá að umgangast barn þeirra hafi hún orðið mjög æst og hótað honum því að hann fengi aldrei að sjá barnið aftur. Hákon segist þá hafa sturlast og næst þegar hann mundi eftir sér lá Sri á gólfinu í blóði sínu. Við krufningu og rannsókn kom í ljós að hann hafði slegið hana í fjórgang í höfuðið með kúbeini og síðar vafið belti um háls hennar í þrígang en banamein hennar var kyrking. Hann segist því næst hafa þvegið líkið af henni, sett það í stóran poka og borið út í bíl sinn. Vitni sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar Hákon kom með Sri í poka út úr húsinu og sagðist hafa séð fótlegg og rasskinn og gert sér grein fyrir að þarna hefði verið unnið voðaverk. Vitnið segist hafa fengið áfall við þessa sýn en gefið lögreglu skýrslu tveimur dögum síðar. Hákon ók með líkið víða um höfuðborgarsvæðið en kom því að lokum fyrir í hraungjótu í Hafnarfjarðarhrauni þar sem það fannst 3. ágúst eftir að Hákon hafði lengi villt um fyrir lögreglu. Geðlæknir sem rannsakaði Hákon segir hann sakhæfan og vel gefinn en með ákveðna persónuleikabresti sem Hákon eigi sjálfur erfitt með að koma auga á. Hann segist ekki hafa greint neina iðrun hjá Hákoni, sem er þvert á það sem Hákon sagði sjálfur í morgun. Ákæruvaldið krefst þess að Hákon verði dæmdur til 16 ára fangelsisvistar og sagði saksóknari ljóst að það hefði verið einbeittur ásetningur Hákons að bana Sri Rahmawati að morgni 4. júlí í fyrra. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira
Saksóknari krefst 16 ára fangelsisdóms yfir Hákoni Eydal sem banaði Sri Rahmawati í fyrrasumar. Geðlæknir segist ekki merkja neina iðrun hjá Hákoni sem lýsti fyrir dómurum í morgun að Sri hefði ítrekað reynt að kúga út úr sér fé, bannað sér að umgangast lítið barn þeirra og hótað að myrða það. Hákon segist hafa verið sturlaður þegar hann drap Sri. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Hákoni Eydal fyrir að hafa banað Sri Rahmawati þann 4. júlí í fyrrasumar dróst um tvær klukkustundir í morgun þar sem ákæruvaldið gleymdi að gera ráðstafanir til að flytja Hákon frá Litla-Hrauni í héraðsdóm. Ákærði rakti fyrir dóminum samskipti sín við Sri. Þau hófu sambúð árið 2001 en hún varði einungis í 7 mánuði. Í ágúst 2002, eftir að upp úr slitnaði, fæddi Sri dóttur þeirra. Þá þegar var samband þeirra að sögn Hákons afar stormasamt. Hann segir hana hafa reynt að kúga út úr sér fé og hótað að drepa fóstrið og síðar barnið eftir að það fæddist. Hann segir að hún hafi alla tíð neitað sér um umgengni við barnið og að ættingjar hennar hafi hótað sér líkamsmeiðingum. Saksóknari sagði fyrir dómi að ættingjar Sri vísi öllum þessum áburði á bug og segja hann einungis til þess fallinn að sverta minningu hennar. Hákon segir að þau hafi verið sátt fyrstu helgina í júlí. Þá hafi Sri farið út að skemmta sér en komið til hans síðla nætur. Þau hafi þá að morgni 4. júlí elskast en þegar hann hafi léð máls á því að fá að umgangast barn þeirra hafi hún orðið mjög æst og hótað honum því að hann fengi aldrei að sjá barnið aftur. Hákon segist þá hafa sturlast og næst þegar hann mundi eftir sér lá Sri á gólfinu í blóði sínu. Við krufningu og rannsókn kom í ljós að hann hafði slegið hana í fjórgang í höfuðið með kúbeini og síðar vafið belti um háls hennar í þrígang en banamein hennar var kyrking. Hann segist því næst hafa þvegið líkið af henni, sett það í stóran poka og borið út í bíl sinn. Vitni sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar Hákon kom með Sri í poka út úr húsinu og sagðist hafa séð fótlegg og rasskinn og gert sér grein fyrir að þarna hefði verið unnið voðaverk. Vitnið segist hafa fengið áfall við þessa sýn en gefið lögreglu skýrslu tveimur dögum síðar. Hákon ók með líkið víða um höfuðborgarsvæðið en kom því að lokum fyrir í hraungjótu í Hafnarfjarðarhrauni þar sem það fannst 3. ágúst eftir að Hákon hafði lengi villt um fyrir lögreglu. Geðlæknir sem rannsakaði Hákon segir hann sakhæfan og vel gefinn en með ákveðna persónuleikabresti sem Hákon eigi sjálfur erfitt með að koma auga á. Hann segist ekki hafa greint neina iðrun hjá Hákoni, sem er þvert á það sem Hákon sagði sjálfur í morgun. Ákæruvaldið krefst þess að Hákon verði dæmdur til 16 ára fangelsisvistar og sagði saksóknari ljóst að það hefði verið einbeittur ásetningur Hákons að bana Sri Rahmawati að morgni 4. júlí í fyrra.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Sjá meira