Ekki nóg að sigra í könnunum 9. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira