Ekki nóg að sigra í könnunum 9. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira