Námsefnið búið til jafnóðum 8. febrúar 2005 00:01 "Þetta nám gefur réttindi til kennslu í Waldorf-skóla eða leikskóla á Íslandi, en hingað til hefur fólk þurft að fara utan í þetta nám," segir Sigrún. "Námið er helgarnám, níu helgar á ári og tveir miðvikudagar í mánuði og mjög krefjandi vika einu sinni á sumri þar sem nemendur koma saman í skólanum í Lækjarbotnum. Námið tekur þrjú og hálft ár og við erum búin með eitt." Þegar þessi hópur lýkur námi árið 2007 er hægt að fara af stað aftur að sögn Sigrúnar. "Það er að segja ef nægur áhugi er fyrir hendi. Ég gæti jafnvel byrjað með nýjan hóp árið 2006, en þá þyrfti ég að vera viss um að áhuginn væri ósvikinn. Fólk hringir mikið til að spyrjast fyrir en ég þekki af reynslu að það er ekki nóg." Mikill munur er á kennslu í Waldorf-skóla og hefðbundnum skóla en í Waldorf-skólum er byggt á hugmyndafræði Rudolfs Steiners um mannspeki sem fjallar um andlega sýn á manneskjuna. "Það eru gerðar miklar kröfur til kennara í Waldorf-skólum því kennarinn þarf á skapandi og listrænan hátt að framlengja námsefnið fyrir börnin," segir Sigrún. "Það er ekki stuðst við kennslubækur heldur verður kennarinn hverju sinni að finna efnið sjálfur. Það er líka sú krafa á kennarann að hann, sem manneskja á þroskabraut standi undir því að vera fyrirmynd fyrir börnin. Fyrstu sjö árin læra börn með því að herma eftir en ekki með því að lesið sé yfir þeim. Þau vilja fá að vera með í öllu sem er að gerast í kringum þau og á leikskólanum er lögð áhersla á að skapa rólegt, fallegt og heimilislegt umhverfi þar sem börnin eru þátttakendur í öllu sem gerist. Frjáls leikur er líka undirstaða fyrir börnin vegna þess að þau vinna úr lífinu með leik. Síðan er í leikskólanum lögð mikil áhersla á gott fæði sem er allt lífrænt ræktað." Waldorf-skólanum lýkur við tíunda bekk og á lokaárinu eru nemendur allt árið að vinna stórt lokaverkefni með þema sem þau sjálf velja. Sigrún segir að tvær stórar kannanir hafi verið gerðar í Danmörku þar sem börnum úr Waldorf-skólum var fylgt eftir að námi loknu. "Það kom í ljós að dreifingin á fögum og starfi eftir skólann er nákvæmlega sú sama og í venjulegum skólum," segir Sigrún. "Það er sem sagt ekki rétt sem stundum er haldið fram að börn úr Waldorf-skólum séu ekki til annars nýtileg en verða listamenn, en námið er auðvitað mjög listrænt og skapandi. Uppeldisfræði Waldorf-stefnunnar miðar þó öll að því að gera nemendur að sterkum og heilum einstaklingum." StefánSigrún Harðardóttir er búsett í Danmörku, en er umsjónarmaður náms í Waldorf-uppeldis- og kennslufræði á Íslandi. Nám Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þetta nám gefur réttindi til kennslu í Waldorf-skóla eða leikskóla á Íslandi, en hingað til hefur fólk þurft að fara utan í þetta nám," segir Sigrún. "Námið er helgarnám, níu helgar á ári og tveir miðvikudagar í mánuði og mjög krefjandi vika einu sinni á sumri þar sem nemendur koma saman í skólanum í Lækjarbotnum. Námið tekur þrjú og hálft ár og við erum búin með eitt." Þegar þessi hópur lýkur námi árið 2007 er hægt að fara af stað aftur að sögn Sigrúnar. "Það er að segja ef nægur áhugi er fyrir hendi. Ég gæti jafnvel byrjað með nýjan hóp árið 2006, en þá þyrfti ég að vera viss um að áhuginn væri ósvikinn. Fólk hringir mikið til að spyrjast fyrir en ég þekki af reynslu að það er ekki nóg." Mikill munur er á kennslu í Waldorf-skóla og hefðbundnum skóla en í Waldorf-skólum er byggt á hugmyndafræði Rudolfs Steiners um mannspeki sem fjallar um andlega sýn á manneskjuna. "Það eru gerðar miklar kröfur til kennara í Waldorf-skólum því kennarinn þarf á skapandi og listrænan hátt að framlengja námsefnið fyrir börnin," segir Sigrún. "Það er ekki stuðst við kennslubækur heldur verður kennarinn hverju sinni að finna efnið sjálfur. Það er líka sú krafa á kennarann að hann, sem manneskja á þroskabraut standi undir því að vera fyrirmynd fyrir börnin. Fyrstu sjö árin læra börn með því að herma eftir en ekki með því að lesið sé yfir þeim. Þau vilja fá að vera með í öllu sem er að gerast í kringum þau og á leikskólanum er lögð áhersla á að skapa rólegt, fallegt og heimilislegt umhverfi þar sem börnin eru þátttakendur í öllu sem gerist. Frjáls leikur er líka undirstaða fyrir börnin vegna þess að þau vinna úr lífinu með leik. Síðan er í leikskólanum lögð mikil áhersla á gott fæði sem er allt lífrænt ræktað." Waldorf-skólanum lýkur við tíunda bekk og á lokaárinu eru nemendur allt árið að vinna stórt lokaverkefni með þema sem þau sjálf velja. Sigrún segir að tvær stórar kannanir hafi verið gerðar í Danmörku þar sem börnum úr Waldorf-skólum var fylgt eftir að námi loknu. "Það kom í ljós að dreifingin á fögum og starfi eftir skólann er nákvæmlega sú sama og í venjulegum skólum," segir Sigrún. "Það er sem sagt ekki rétt sem stundum er haldið fram að börn úr Waldorf-skólum séu ekki til annars nýtileg en verða listamenn, en námið er auðvitað mjög listrænt og skapandi. Uppeldisfræði Waldorf-stefnunnar miðar þó öll að því að gera nemendur að sterkum og heilum einstaklingum." StefánSigrún Harðardóttir er búsett í Danmörku, en er umsjónarmaður náms í Waldorf-uppeldis- og kennslufræði á Íslandi.
Nám Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira