Innlent

Bara bætur vegna útboðs árið 1996

Líklegt er að Reykjavíkurborg fari aðeins fram á skaðabætur frá olíufélögunum Olís, Essó og Skeljungi vegna eins af þremur útboðum sem snertu borgina og fjallað er um í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Borgaryfirvöld hafa falið Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögfræðingi að undirbúa skaðabótakröfu á hendur félögunum. Í gögnum samkeppnisyfirvalda er fjallað um þrjú útboð Reykjavíkurborgar sem olíufélögin tóku þátt í . Útboðin fóru fram árið 1993, 1996 og 2001 og snertu þau öll olíu- og bensínkaup fyrirtækja borgarinnar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að olíufélögin hafi haft samráð í útboðunum árin 1996 og 2001 en að útboðið árið 1993 hafi ekki falið í sér brot á samkeppnislögum. Vilhjálmu telur, í minnisblaði sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudaginn, að borgaryfirvöld eigi rétt til skaðabóta vegna samráðsins árið 1996. Hann treystir sér hins vegar ekki að meta hvort olíufélögin séu skaðabótaskyld vegna útboðsins árið 2001. Útreikningar á bótakröfunni mun liggja fyrir eftir fjórar til sex vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×