Maraþonátök í Framsóknarflokknum 2. febrúar 2005 00:01 Altalað er meðal framsóknarmanna, svo notuð séu orð þeirra sjálfra, að Halldór Ásgrímsson ætli að draga sig í hlé í íslenskum stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þau innbyrðis átök í flokknum sem flokkurinn hefur þurft að glíma við að undanförnu eru sögð snúast um það hver taki við formennsku flokksins af Halldóri. Slagurinn stendur milli tveggja fylkinga. Önnur er skipuð nánum samstarfsmönnum Halldórs og hafa bræðurnir Árni og Páll Magnússynir þar töglin og hagldirnar. Sú fylking hefur ýmist verið nefnd, "þæga liðið", "klíkan" eða jafnvel "nýi Framsóknarflokkurinn". Auk bræðranna hafa verið orðuð við þennan væng flokksins Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hjálmar Árnason þingflokksformaður, Guðjón Ólafur Jónsson varaþingmaður og Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður Halldórs. Hinir óþægu Hin fylkingin samanstendur af rótgrónum framsóknarmönnum sem leggja öðru fremur áherslu á lýðræði, samvinnu og jafnræði, eða "gömlu góðu gildin" eins og þau eru nefnd. Þessi fylking hefur verið nefnd "hinir óþægu" og "Kidda-klíkan". Hana skipa meðal annarra Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, Jónína Bjartmarz þingmaður, Siv Friðleifsdóttir þingmaður og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Árni taki við af Halldóri Hræringarnar innan flokksins og átökin fyrir upphaf aðalfundar Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi í fyrrakvöld sem og í Freyjunni, Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi eru sagðar snúast um það eitt að koma Árna Magnússyni í þá stöðu að hann verði öruggur arftaki Halldórs um formannssætið. Til þess að svo megi vera verður Árni að komast fram fyrir Siv í flokknum. Siv var fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og var kjörin fimmti þingmaður kjördæmisins í síðustu alþingiskosningum. Hún var eini framsóknarmaðurinn í kjördæminu sem náði kjöri. Þá hefur Siv verið ritari flokksins og þar með gegnt einu helsta trúnaðarembætti flokksins. Ótryggt bakland í kjördæmi formannsins Árni var annar maður á lista Framsóknarflokks í Reykjavík norður. Framsóknarflokkurinn hefur þar mjög ótryggt bakland, fékk rúm 11 prósent í síðustu alþingiskosningum og alls ekki var útséð með að formaðurinn sjálfur, sem skipaði fyrsta sæti á listanum, næði kjöri. Árni komst sjálfur inn sem uppbótarþingmaður. Því stefna stuðningsmenn Árna að því að koma honum í öruggt sæti í kjördæmi sem hefur tryggt bakland framsóknarmanna. Tvö hafa verið nefnd, annað er Suðurkjördæmi, þar sem framsóknarmenn hafa löngum haft mikil ítök. Guðni Ágústsson var þar fyrsti maður á lista og hefur þar mikið persónufylgi. Á hæla hans var Hjálmar Árnason, sem ólíklegt er að muni vera gert að rýma sæti sitt fyrir Árna því hann hefur í erfiðum málum reynst formanninum haukur í horni sem formaður þingflokksins. Ítök í stjórnum hjálpa til Stuðningsmenn Árna horfa því hýrum augum til kjördæmis Sivjar, Suðvesturkjördæmis. Aðildarfélögin innan flokksins útnefna fulltrúa á flokksþing og kjördæmaþing. Á kjördæmaþingi er raðað á framboðslista. Ítök í stjórnum aðildarfélaganna hjálpa því til við að komast á framboðslista í kjördæminu en það er einmitt það sem átökin í Freyju nú á dögunum snerust um. Freyjan hefur verið orðuð við "hina óþægu" og er fyrrverandi formaður Freyjunnar, Una María Óskarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Sivjar í umhverfisráðuneytinu, sögð vera í þeim hópi. Með því að taka yfir stjórn Freyjunnar með hjálp eiginkvenna sinna og vinkvenna þeirra, sem margar hverjar koma úr hvítasunnusöfnuðinum, náðu bræðurnir ítökum í aðildarfélagi sem áður var hliðhollt andstæðingum þeirra. Ber Siv þar hæst. Hrossakaup í Kópavogi "Óþæga liðið" í Kópavogi undirbjó mótleik fyrir aðalfund Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi á þriðjudagskvöld. Í stjórn sátu stuðningsmenn bræðranna og formaður var Einar Kristján Jónsson, bróðir Guðjóns Ólafs varaþingmanns. Andstæðingar þeirra hugðust taka yfir stjórnina og ná þannig til baka þeim fulltrúum flokksþings sem fylkingin hafði tapað við yfirtöku Freyjunnar. Smalað var um fjörutíu nýjum liðsmönnum svo þetta mætti takast, en áður en fundurinn hófst náðust sættir meðal fylkinganna. "Óþæga liðið", sem bæjarfulltrúinn Ómar Stefánsson var í fararbroddi fyrir, gerði samning við Pál Magnússon sem fundarmenn nefndu sumir "hrossakaup" á leið út af fundinum. Ómar fékk tvo fulltrúa í sjö manna stjórn, þar á meðal bróður sinn Jón Þorgrím Stefánsson, og ákveðinn fjölda fulltrúa á flokksþing. Spenna fyrir flokkþing Flokksþingið er það sem báðar fylkingarnar bíða spenntar eftir. Þar mun koma í ljós hverjir verða næstu leikir í valdataflinu sem mun þó ekki ná hámarki fyrr en á flokkþinginu að tveimur árum liðnum, árið 2007, þegar líklegt er að Halldór láti af formennsku. Halldórs-fylkingin er í nokkurri klemmu varðandi kjör til stjórnar. Til þess að styrkja stöðu Árna verður að reyna að koma annaðhvort Siv eða Guðna frá sem ritara og varaformanni. Líklegir fulltrúar á flokkþingi eru sagðir vera jafnmargir í hvorri fylkingunni og því þykir allt of áhættusamt að tefla Árna fram, hvort sem er gegn Siv eða Guðna, því ef hann tapar verða vonir hans um formannsembættið að tveimur árum að engu. Gætu teflt Valgerði fram Til þess að skáka "óþæga liðinu" og veikja stöðu Guðna og Sivjar verður "þæga liðið" að reyna að steypa öðru hvoru þeirra af stalli sem varaformanni og ritara. Þykir þar Valgerður Sverrisdóttir líklegust til árangurs enda er hún talin minna umdeild en Árni. Hún hefur jafnframt staðið lengi í fremstu línu í flokknum og var meðal annars fyrst kvenna til að gegna embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Valgerður gæti jafnframt starfað áfram sem varaformaður eða ritari við hlið Árna, takist honum að ná formannsstólnum á þarnæsta flokkþingi, eins og vonir hans standa til Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Altalað er meðal framsóknarmanna, svo notuð séu orð þeirra sjálfra, að Halldór Ásgrímsson ætli að draga sig í hlé í íslenskum stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili. Þau innbyrðis átök í flokknum sem flokkurinn hefur þurft að glíma við að undanförnu eru sögð snúast um það hver taki við formennsku flokksins af Halldóri. Slagurinn stendur milli tveggja fylkinga. Önnur er skipuð nánum samstarfsmönnum Halldórs og hafa bræðurnir Árni og Páll Magnússynir þar töglin og hagldirnar. Sú fylking hefur ýmist verið nefnd, "þæga liðið", "klíkan" eða jafnvel "nýi Framsóknarflokkurinn". Auk bræðranna hafa verið orðuð við þennan væng flokksins Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hjálmar Árnason þingflokksformaður, Guðjón Ólafur Jónsson varaþingmaður og Björn Ingi Hrafnsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður Halldórs. Hinir óþægu Hin fylkingin samanstendur af rótgrónum framsóknarmönnum sem leggja öðru fremur áherslu á lýðræði, samvinnu og jafnræði, eða "gömlu góðu gildin" eins og þau eru nefnd. Þessi fylking hefur verið nefnd "hinir óþægu" og "Kidda-klíkan". Hana skipa meðal annarra Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, Jónína Bjartmarz þingmaður, Siv Friðleifsdóttir þingmaður og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Árni taki við af Halldóri Hræringarnar innan flokksins og átökin fyrir upphaf aðalfundar Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi í fyrrakvöld sem og í Freyjunni, Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi eru sagðar snúast um það eitt að koma Árna Magnússyni í þá stöðu að hann verði öruggur arftaki Halldórs um formannssætið. Til þess að svo megi vera verður Árni að komast fram fyrir Siv í flokknum. Siv var fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og var kjörin fimmti þingmaður kjördæmisins í síðustu alþingiskosningum. Hún var eini framsóknarmaðurinn í kjördæminu sem náði kjöri. Þá hefur Siv verið ritari flokksins og þar með gegnt einu helsta trúnaðarembætti flokksins. Ótryggt bakland í kjördæmi formannsins Árni var annar maður á lista Framsóknarflokks í Reykjavík norður. Framsóknarflokkurinn hefur þar mjög ótryggt bakland, fékk rúm 11 prósent í síðustu alþingiskosningum og alls ekki var útséð með að formaðurinn sjálfur, sem skipaði fyrsta sæti á listanum, næði kjöri. Árni komst sjálfur inn sem uppbótarþingmaður. Því stefna stuðningsmenn Árna að því að koma honum í öruggt sæti í kjördæmi sem hefur tryggt bakland framsóknarmanna. Tvö hafa verið nefnd, annað er Suðurkjördæmi, þar sem framsóknarmenn hafa löngum haft mikil ítök. Guðni Ágústsson var þar fyrsti maður á lista og hefur þar mikið persónufylgi. Á hæla hans var Hjálmar Árnason, sem ólíklegt er að muni vera gert að rýma sæti sitt fyrir Árna því hann hefur í erfiðum málum reynst formanninum haukur í horni sem formaður þingflokksins. Ítök í stjórnum hjálpa til Stuðningsmenn Árna horfa því hýrum augum til kjördæmis Sivjar, Suðvesturkjördæmis. Aðildarfélögin innan flokksins útnefna fulltrúa á flokksþing og kjördæmaþing. Á kjördæmaþingi er raðað á framboðslista. Ítök í stjórnum aðildarfélaganna hjálpa því til við að komast á framboðslista í kjördæminu en það er einmitt það sem átökin í Freyju nú á dögunum snerust um. Freyjan hefur verið orðuð við "hina óþægu" og er fyrrverandi formaður Freyjunnar, Una María Óskarsdóttir, sem var aðstoðarmaður Sivjar í umhverfisráðuneytinu, sögð vera í þeim hópi. Með því að taka yfir stjórn Freyjunnar með hjálp eiginkvenna sinna og vinkvenna þeirra, sem margar hverjar koma úr hvítasunnusöfnuðinum, náðu bræðurnir ítökum í aðildarfélagi sem áður var hliðhollt andstæðingum þeirra. Ber Siv þar hæst. Hrossakaup í Kópavogi "Óþæga liðið" í Kópavogi undirbjó mótleik fyrir aðalfund Félags ungra framsóknarmanna í Kópavogi á þriðjudagskvöld. Í stjórn sátu stuðningsmenn bræðranna og formaður var Einar Kristján Jónsson, bróðir Guðjóns Ólafs varaþingmanns. Andstæðingar þeirra hugðust taka yfir stjórnina og ná þannig til baka þeim fulltrúum flokksþings sem fylkingin hafði tapað við yfirtöku Freyjunnar. Smalað var um fjörutíu nýjum liðsmönnum svo þetta mætti takast, en áður en fundurinn hófst náðust sættir meðal fylkinganna. "Óþæga liðið", sem bæjarfulltrúinn Ómar Stefánsson var í fararbroddi fyrir, gerði samning við Pál Magnússon sem fundarmenn nefndu sumir "hrossakaup" á leið út af fundinum. Ómar fékk tvo fulltrúa í sjö manna stjórn, þar á meðal bróður sinn Jón Þorgrím Stefánsson, og ákveðinn fjölda fulltrúa á flokksþing. Spenna fyrir flokkþing Flokksþingið er það sem báðar fylkingarnar bíða spenntar eftir. Þar mun koma í ljós hverjir verða næstu leikir í valdataflinu sem mun þó ekki ná hámarki fyrr en á flokkþinginu að tveimur árum liðnum, árið 2007, þegar líklegt er að Halldór láti af formennsku. Halldórs-fylkingin er í nokkurri klemmu varðandi kjör til stjórnar. Til þess að styrkja stöðu Árna verður að reyna að koma annaðhvort Siv eða Guðna frá sem ritara og varaformanni. Líklegir fulltrúar á flokkþingi eru sagðir vera jafnmargir í hvorri fylkingunni og því þykir allt of áhættusamt að tefla Árna fram, hvort sem er gegn Siv eða Guðna, því ef hann tapar verða vonir hans um formannsembættið að tveimur árum að engu. Gætu teflt Valgerði fram Til þess að skáka "óþæga liðinu" og veikja stöðu Guðna og Sivjar verður "þæga liðið" að reyna að steypa öðru hvoru þeirra af stalli sem varaformanni og ritara. Þykir þar Valgerður Sverrisdóttir líklegust til árangurs enda er hún talin minna umdeild en Árni. Hún hefur jafnframt staðið lengi í fremstu línu í flokknum og var meðal annars fyrst kvenna til að gegna embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Valgerður gæti jafnframt starfað áfram sem varaformaður eða ritari við hlið Árna, takist honum að ná formannsstólnum á þarnæsta flokkþingi, eins og vonir hans standa til
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira