Apótekari gagnrýndur í bæjarstjórn 2. febrúar 2005 00:01 Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Andrés Sigumundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjabæ, hefur í tvígang, fyrst í bæjarráði síðan í bæjarstjórn, sakað eiganda Apóteks Vestmannaeyja um að hafa ekki staðið við gefin fyrirheit um samkeppnishæft vöruverð. Andrés flutti tillögu um málið á síðasta bæjarstjórnarfundi þar sem hann sagði að vegna þessara vanefnda bæri bæjarstjórninni að taka jákvætt í umsókn annarra um rekstur apóteks í bænum. Engin umsókn lá fyrir og felldu sjálfstæðismenn og fulltrúar Vestmannaeyjalistans tillöguna og sögðu enn fremur að bæjaryfirvöld ættu að taka afstöðu til umsókna ef og þegar þær bærust. Hanna María Siggeirsdóttir, framkvæmdastjóri apóteksins, segir málflutning bæjarfulltrúans undarlegan. Vöruverðið í apótekinu sé í takt við það sem gerist annars staðar. Sem sakir standa segist hún ekki ætla að aðhafast neitt í málinu. "Það var sagt um Andrés að hann væri galdramaður ársins 2004 í Vestmannaeyjum því hann hefði fengið hægri og vinstri menn til að vinna saman," segir Hanna María. "Þessi málflutningur hans er með ólíkindum og enginn grundvöllur fyrir þessum árásum. Ég skil ekki hvað honum gengur til því það liggur ekki einu sinni fyrir umsókn frá öðrum. Andrés er kjörinn fulltrúi minn jafnt sem annarra Vestmannaeyinga og sem slíkur má hann ekki hygla einum umfram annan. Hann er þegar búinn að valda mér skaða með neikvæðri umræðu í bæjarfélaginu og ef hann heldur málinu áfram á þessum nótum mun ég alvarlega íhuga að gera eitthvað í því." Guðjón Bragason, skrifstofustjóri sveitarstjórnarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, segir að auðvitað geti sveitarstjórnarmenn verið ábyrgir fyrir orðum sínum fyrir dómstólum. Það vegi hins vegar þungt að samkvæmt sveitarstjórnarlögum geti sveitarstjórnir ályktað um hvert það mál sem hún telji varða sveitarfélagið. Þá segir einnig í lögunum að sveitarstjórnarmenn séu einungis bundnir af lögum og sannfæringu sinni um afstöðu til einstakra mála og þeim beri að gegna störfum af alúð og samviskusemi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira