Starfsmenn Kópavogs ósáttir 1. febrúar 2005 00:01 Meirihluti starfsmanna skrifstofu Kópavogsbæjar undirrituðu bréf til bæjarstjórnarinnar og mótmæltu launamisrétti og versnandi stöðu starfsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogs. Á stjötta tug starfsmanna segja ekki lengur undað við þrælsótta, undirgefni og hræðslu við að kvarta yfir kjörum og aðbúnaði. Þeir krefjast þess að samið verði við þá heima í héraði. Hansína Björgvinsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir ekki koma til greina að segja sig úr samstarfi við launanefnd sveitarfélaganna. Starfsfólk bæjarins sé of fjölmennt svo það gangi upp. Guðrún Einarsdóttir, aðalbókari Kópavogsbæjar, segir mælinn hafa fyllst þegar starfsmat sveitarfélaga, sem átti að liggja fyrir 1. desember 2002, hafi verið birt nýlega. Starfsfólk hafi búist við launahækkun: "Flest störf hækka um tvo launaflokka, fjögur þúsund krónur. Aðrir sem hafa beðið þolinmóðir eftir leiðréttingu launanna sjá störf þeirra lækkuð frá einum og upp í fjórtán launaflokka." Skriftofustörf lækki um allt að 20 til 30 þúsund krónur. Hansína segir mikla þróun í samfélaginu geta breytt störfum fólks: "Það er ekki óeðlilegt að óánægja komi fram þegar fólki er sagt að starfið sem það vinnur er ekki eins verðmætt og fyrir það er greitt." Samningar starfmannanna séu lausir 1. mars. Þá verði málin skoðuð. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir bréf starfsmanna á Kópavogsskrifstofu félaginu óviðkomandi. Með starfsmatinu sé síðasta kjarasamningi framfylgt. Hún hafi ekki heyrt af eins kraumandi óánægju annarra starfsmanna bæjarins. Guðrún segir fólk almennt að leita leiða til að ganga úr starfsmannafélaginu til að ná kjarabótum. Í bréfinu stendur að sífellt versni staða félaga í starfsmannafélaginu. Laun félagsmanna hafi hækkað um 35 prósent á sama tíma og dæmi séu um að laun yfirmanna, sem ekki þurfi að vera í félaginu, hafi hækkað um 75 til 80 prósent. Hansína segir launahækkun yfirmannanna hafa verið nauðsynlega. Fólk hafi ekki gefið kost á sér í nefndir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Meirihluti starfsmanna skrifstofu Kópavogsbæjar undirrituðu bréf til bæjarstjórnarinnar og mótmæltu launamisrétti og versnandi stöðu starfsmanna í Starfsmannafélagi Kópavogs. Á stjötta tug starfsmanna segja ekki lengur undað við þrælsótta, undirgefni og hræðslu við að kvarta yfir kjörum og aðbúnaði. Þeir krefjast þess að samið verði við þá heima í héraði. Hansína Björgvinsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir ekki koma til greina að segja sig úr samstarfi við launanefnd sveitarfélaganna. Starfsfólk bæjarins sé of fjölmennt svo það gangi upp. Guðrún Einarsdóttir, aðalbókari Kópavogsbæjar, segir mælinn hafa fyllst þegar starfsmat sveitarfélaga, sem átti að liggja fyrir 1. desember 2002, hafi verið birt nýlega. Starfsfólk hafi búist við launahækkun: "Flest störf hækka um tvo launaflokka, fjögur þúsund krónur. Aðrir sem hafa beðið þolinmóðir eftir leiðréttingu launanna sjá störf þeirra lækkuð frá einum og upp í fjórtán launaflokka." Skriftofustörf lækki um allt að 20 til 30 þúsund krónur. Hansína segir mikla þróun í samfélaginu geta breytt störfum fólks: "Það er ekki óeðlilegt að óánægja komi fram þegar fólki er sagt að starfið sem það vinnur er ekki eins verðmætt og fyrir það er greitt." Samningar starfmannanna séu lausir 1. mars. Þá verði málin skoðuð. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir bréf starfsmanna á Kópavogsskrifstofu félaginu óviðkomandi. Með starfsmatinu sé síðasta kjarasamningi framfylgt. Hún hafi ekki heyrt af eins kraumandi óánægju annarra starfsmanna bæjarins. Guðrún segir fólk almennt að leita leiða til að ganga úr starfsmannafélaginu til að ná kjarabótum. Í bréfinu stendur að sífellt versni staða félaga í starfsmannafélaginu. Laun félagsmanna hafi hækkað um 35 prósent á sama tíma og dæmi séu um að laun yfirmanna, sem ekki þurfi að vera í félaginu, hafi hækkað um 75 til 80 prósent. Hansína segir launahækkun yfirmannanna hafa verið nauðsynlega. Fólk hafi ekki gefið kost á sér í nefndir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira