Sérdeild fyrir unga fanga 1. febrúar 2005 00:01 Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni." Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Tilgangurinn með þingsályktunartillögu um sérdeild fyrir fanga á aldrinum 18 til 24 ára í fyrirhuguðu fangelsi á Hólmsheiði er að auka möguleika á betrun ungra fanga, að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar fyrsta flutningsmanns tillögunnar. "Fangar koma hættulegri út heldur en þeir fóru inn," segir hann. "Það hefur ekki góð áhrif, að mínu mati, að blanda saman ungum og óreyndum saman við hina eldri og forhertari," segir Ágúst Ólafur og vísar í rannsókn Helga Gunnlaugssonar prófessors í félagsfræði. "Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem lenda aftur í kasti við lögin eftir að þeir losna úr fangelsi er hærra hér á landi heldur en víðast annars staðar. Þetta hlutfall fer hækkandi eftir því sem aldursflokkurinn er yngri. Þar kemur meðal annars fram sú niðurstaða að 37 prósent þeirra sem luku fangavist voru fangelsaðir á ný, 44 prósent voru dæmdir á ný og um 73 prósent sem luku fangavist þurfti afskipti lögreglunnar á ný innan fimm ára frá því að þeir luku afplánun. Ítrekunartíðnin var enn hærri í yngri aldursflokkum." Ágúst Ólafur sagði aldurinn ekki að vera algildan mælikvarða, það fari eftir einstaklingunum. Hins vegar ætti tillit til ungs aldurs að vera almenna línan. Fyrirhuguð bygging nýs fangelsis gæti veitt einstakt tækifæri til að gera ráð fyrir sérstakri deild fyrir unga fanga. Í umræðum um nýja fangelsið hefði hins vegar komið fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkri sérdeild. "Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fangelsismálastofnun er bygging nýja fangelsisins nú í biðstöðu þar sem ekki er gert ráð fyrir fé til þess í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2005," sagði Ólafur Ágúst. " Það er því enn tækifæri til að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga á aldrinum 18 til 24 ára. Ef ekki er hægt að gera ráð fyrir sérdeild fyrir unga fanga í nýja fangelsinu eða bygging þess frestast verulega teljum við, flutningsmenn tillögunnar, að breytingar á núverandi fangelsum séu nauðsynlegar í því skyni."
Fréttir Innlent Samfylkingin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira