Verðhækkanir komu á óvart 26. janúar 2005 00:01 Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Fólk víðs vegar á landsbyggðinni óttast verðhækkanir á raforku vegna breytinga á raforkulögum sem tóku gildi um áramót. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist hafa orðið vör við þetta á fundaherferð flokksins um landið. "Það verður að finna lausn á þessu því að málið hefur komið upp á öllum fundum sem við höfum haldið," segir Drífa. Hún samþykkti lögin í haust en segist hafa haft efasemdir eins og aðrir. "Við gagnrýndum mörg frumvarpið vegna þess að við óttuðumst að það leiddi til verðhækkana en annað var fullyrt. Þess vegna kom þessi niðurstaða í bakið á okkur þingmönnum". Í umræðum á alþingi í nóvember á liðnu ári sagðist Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ekki vilja fullyrði neitt verðbreytingar í kjölfar lagabreytinga. Hún sagði þó að reynsla margra annarra landa væri sú að verðið lækkaði. Ef af hækkun yrði þá yrði hún teljandi í einhverjum hundraðköllum á ári. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, segir hins vegar líkur á að húshitunarkostnaður í dreifbýli hækki um 75 prósent og í þéttbýli um 35 prósent. Hækkanirnar verði því mestar hjá þeim sem þegar greiði hæstu rafmagnsreikningana, það er þeirra sem kynda hús sín með rafmagni. Hann nefnir sem dæmi að reikningar fjölskylda á Borðeyri sem greiðir nú um 115.000 krónur í húshitunarkostnað á ári muni hækka um 86.000 krónur og fjölskylda í þéttbýli á Snæfellsnesi greiði nú 200.000 krónur á ári en greiði 270.000 krónur eftir breytingarnar. Sigurjón segir þetta óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn kostnaður við breytingarnar. Drífa Hjartardóttir segir að það þurfi að auka niðurgreiðslu á raforku til þeirra sem fara verst út úr breytingunum. Sérstaklega fólks í sveit, garðyrkjubænda og fiskeldis. Hún segir að kostnaður við kerfið sé greinilega meiri nú en áður vegna þess að nú sjái þrír aðilar um verk sem einn sinnti áður. Einn framleiði raforkuna, annar dreifi og sá þriðji selji. "Það segir sig sjálft að þetta hlýtur að leiða til verðhækkunar."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira