Innlent

Fresta afhendingu olíuyfirlits

Starfsfólk Essó neitaði í liðinni viku viðskiptavinum sínum um yfirlit yfir viðskipti þeirra við félagið undanfarin ár. Töluvert var um að fólk óskaði eftir upplýsingunum eftir að Neytendasamtökin hvöttu almenning til að afhenda samtökunum nótur vegna olíukaupa. Það var gert vegna fyrirhugaðrar skaðabótakröfu sem rekin verður fyrir dómstólum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um fjörutíu manns hafi þegar skilað inn nótum og fleiri hafi boðað komu sína í þessari viku. Hann segir marga hafa kvartað undan viðbrögðum Essó. "Fólk sem hringdi á þriðjudeginum fékk yfirlit en frá og með miðvikudegi var lokað á þetta hjá félaginu." Jóhannes segir að flestir sem skili inn nótum hafi verið í viðskiptum við Essó. Það sé vegna þess að félagið hafi lengi boðið upp á notkun svonefnds safnkorts. Talsmaður Essó segir að félagið hafi viljað meta umfang verksins eftir að viðskiptavinir fóru fram á að fá afhentar nótur. "Þess vegna báðum við fólk um að hringja aftur í þessari viku og ég geri ráð fyrir því að þetta verði afhent."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×