Segir árásir flokksfélaga grófar 23. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira