Segir árásir flokksfélaga grófar 23. janúar 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa ráðist að sér með grófari og persónulegri hætti á síðustu dögum en andstæðingar hans í pólitík hafi nokkru sinni gert. Einn af áhrifamönnum innan Samfylkingarinnar vill að Ingibjörg Sólrún dragi formannsframboð sitt til baka. Tveir flokksmenn Samfylkingarinnar hafa á síðustu dögum gagnrýnt formann flokksins á beinskeyttan hátt. Kristrún Heimisdóttir sagði í Kastljósi á þriðjudag að Össur gyldi fyrir það að fáir sjái hann sem forsætisráðherra og að Samfylkingin ætti að njóta meira fylgis en hún geri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Ríkisútvarpinu í dag ólíklegt að Össuri tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn og hann telur líklegt að verkalýðshreyfingin muni styðja Ingibjörgu Sólrúnu til formanns. Össur segir í góðu lagi að Gylfi styðji Ingibjörgu. Hann geti hins vegar ekki talað fyrir munn verkalýðshreyfingarinnar. Hún fari ekki að blanda sér í innflokksátök um fomennsku í stjórnmálaflokkum, hvorki í Samfylkingunni né öðrum flokkum. Össur segir að hann hafi fengið ákaflega hörð viðbrögð við yfirlýsingu Gylfa. Össur segir ljóst að atburðarás síðustu daga sé hönnuð. Svo komi endahnúturinn, að menn geri skoðanakönnun. Hann hafi séð svona vinnubrögð notuð áður. Aðspurður hvaða skoðanakönnun hanni vísi til segir Össur að sér sé tjáð það sé í gangi könnun af hálfu Gallups þar sem fólk sé spurt út í þau ummæli sem höfð hafi verið eftir ákveðnu fólki í vikunni, þ.e. hvort hann eða Ingibjörg Sólrún sé hæfari. Ummæli Kristrúnar Heimisdóttur og ýmissa hafi verið á þá lund að hann sé hvorki ferjandi né alandi. Össur segir miður að baráttan um formannsstólinn sé þegar farin að þróast í þessa átt. Hann segir þetta ekkert annað en grófar persónulegar árásir en við það verði menn að búa. Hins vegar sé það skrítið að árásir innan flokks séu persónulegri og níðskárri heldur en harðvítug átök milli stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórnar. Það orðbragð sem hann hafi heyrt notað um sig síðustu daga hafi hann aldrei heyrt Davíð Oddsson eða Halldór Ásgrímsson nota um sig. Hann hafi sjálfur aldrei notað slík orð um fólk. Guðmundur Árni Stefánsson, einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar, sagðist í dag vilja afstýra formannskosningu í vor. Hann spurði hvort einhver ástæða væri til að efna til þessarar vinsældakosningar, hvort ástæða væri til að skipta um hest í miðri á. Hann telji það eðlilegast að Ingibjörg Sólrún dragi sig í hlé. Össur Skarphéðinsson segir að í lýðræðislegum flokki geti allir keppt og að það sé ekkert óeðlilegt við það.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Sjá meira