Höfðu heimild til að taka ákvörðun 22. janúar 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Helsta þrætuefni íslenskra stjórnmála síðustu vikna og mánaða er hvort Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni hafi verið heimilt að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak fyrir tveimur árum. Þrætan er pólitísks eðlis en forseti lagadeildar segir engan vafa leika á lagalegri heimild forystumanna stjórnarflokkanna til þeirrar ákvörðunar. Hún sé ekki þess eðlis að það þurfi að bera hana undir Alþingi samkvæmt stjórnarskrá og þess vegna hafi þessir æðstu handhafar framkvæmdavaldsins fulla heimild til að taka ákvörðunina og beri pólitíska ábyrgð á henni. Þá hefur mikið verið deilt um hvort ráðherrarnir hafi ráðfært sig við utanríkismálanefnd áður en ákvörðunin var tekin og ekki síður rifist um hvort þeim hafi borið skylda til þess og er bent á að 24. grein þingskaparlaga segi: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Eiríkur segir að í raun sé ekki alveg ljóst hvað felist nákvæmlega í þessu ákvæði vegna þess að hugtakið meiri háttar utanríkismál geti merkt ansi margt. Það geti verið mál í heild sinni, eins og Íraksmálið, eða allar ákvarðanir sem teknar séu í tengslum við það mál og geti talist meiri háttar. Eiríkur telur rétt að skoða hvort ástæða sé til að skerpa orðalag greinarinnar en ekki síður að kanna hvernig þessu ákvæði hafi verið beitt hingað til. Hann segir að sér virðist fljótt á litið að ýmsar ákvarðanir í meiri háttar málum hafi alls ekki verið bornar undir utanríkismálanefnd og ef svo sé, sé ekki um neitt frávik að ræða í þessu tilviki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu fulla lagalega heimild til þess að taka einir þá ákvörðun að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Þetta segir Eiríkur Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Helsta þrætuefni íslenskra stjórnmála síðustu vikna og mánaða er hvort Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni hafi verið heimilt að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak fyrir tveimur árum. Þrætan er pólitísks eðlis en forseti lagadeildar segir engan vafa leika á lagalegri heimild forystumanna stjórnarflokkanna til þeirrar ákvörðunar. Hún sé ekki þess eðlis að það þurfi að bera hana undir Alþingi samkvæmt stjórnarskrá og þess vegna hafi þessir æðstu handhafar framkvæmdavaldsins fulla heimild til að taka ákvörðunina og beri pólitíska ábyrgð á henni. Þá hefur mikið verið deilt um hvort ráðherrarnir hafi ráðfært sig við utanríkismálanefnd áður en ákvörðunin var tekin og ekki síður rifist um hvort þeim hafi borið skylda til þess og er bent á að 24. grein þingskaparlaga segi: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum." Eiríkur segir að í raun sé ekki alveg ljóst hvað felist nákvæmlega í þessu ákvæði vegna þess að hugtakið meiri háttar utanríkismál geti merkt ansi margt. Það geti verið mál í heild sinni, eins og Íraksmálið, eða allar ákvarðanir sem teknar séu í tengslum við það mál og geti talist meiri háttar. Eiríkur telur rétt að skoða hvort ástæða sé til að skerpa orðalag greinarinnar en ekki síður að kanna hvernig þessu ákvæði hafi verið beitt hingað til. Hann segir að sér virðist fljótt á litið að ýmsar ákvarðanir í meiri háttar málum hafi alls ekki verið bornar undir utanríkismálanefnd og ef svo sé, sé ekki um neitt frávik að ræða í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira