Davíð og Halldór einir um ákvörðun 17. janúar 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti í dag að hann og Davíð Oddsson hefðu einir tekið þá ákvörðun að Ísland styddi innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak fyrir tveimur árum. Í yfirlýsingu þessa efnis kemur ekki fram hvort sú ákvörðun hafi áður verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Djúpstæður ágreiningur virðist í Framsóknarflokknum um málið. Forsætisráðherra segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í dag að Íraksmálið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 og 2003. Um þetta hefur aldrei verið ágreiningur. Ágreiningurinn hefur verið um hvort sú ákvörðun að skipa Íslandi á lista hinna viljugu þjóða og styðja innrásina í Írak hafi verið rædd í nefndinni eða ekki. Halldór segir svo vera en Jónína Bjartmarz alþingismaður segir svo ekki vera. Yfirlýsing Halldórs hvað þetta varðar bætir litlu við þá umræðu. Lög um þingsköp segja skýrt að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Augljóst er að skipun Íslands á lista hinna viljugu þjóða er meiri háttar utanríkismál. Hins vegar segja lögfróðir menn að erfitt verði að leggja mat á hvort lög hafi verið brotin í þessu tilfelli vegna hártogana stjórnmálamanna um hvort það dugi að ræða Íraksmálið vítt og breitt í nefndinni til að lög hafi verið uppfyllt. Halldór segir enn fremur í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér í dag að Íraksmálið hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi þann 18. mars 2003. Í kjölfar þess hafi hann og Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, tekið þá ákvörðun að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Þar með hefur í fyrsta sinn fengist viðurkenning á því sem stjórnarandstaðan hefur lengi haldið fram, að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ákvörðun tveggja manna. Það er deginum ljósara að þetta mál hefur valdið djúpstæðum klofningi í Framsóknarflokknum. Kristinn H. Gunnarsson hefur alla tíð talað gegn þessum gjörningi og gagnrýnt málsmeðferðina, Hjálmar Árnason þingflokksformaður sagði í nóvember að vel kæmi til greina að fjarlægja Ísland af þessum lista, Jónína Bjartmarz hefur ekki viljað lýsa yfir stuðningi við þessa ákvörðun og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, sagði um helgina að þessi ákvörðun hefði orkað tvímælis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira