Útskýrir aðdraganda Íraksmáls 17. janúar 2005 00:01 Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002-2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihlut nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak.“ Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a. „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks Framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkiráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sam hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002-2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihlut nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak.“ Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a. „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks Framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkiráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sam hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira