Ríkið niðurgreiðir rafmagnið 15. janúar 2005 00:01 Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Rafmagnskostnaður hluta fiskeldisfyrirtækja tvöfaldaðist um áramót vegna nýrra raforkulaga. Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir áhrif laganna svipuð og hjá garðyrkjubændum, en þessi fyrirtæki fengu áður afslátt sem orkufyrirtækjunum er óheimilt að veita samkvæmt nýju lögunum. "Það er mjög mikil svartsýni út af þessum málum," segir Guðbergur sem vonast þó til að mál skýrist í næstu viku þegar haldið verður áfram viðræðum fiskeldisfyrirtækjanna við orkufyrirtækin. "Við reiknuðum reyndar alltaf með hækkun, en aldrei með tvöföldun." Hann segir lagabreytinguna koma mishart niður á fiskeldisfyrirtækjum, eftir því hversu mikla orku þau noti. Hann bendir á að Silfurstjarnan í Öxarfirði standi undir nálægt þremur prósentum af raforkunotkun á Norðurlandi. "Sama má segja um Íslandslax í Grindavík sem eru gríðarlega stórir." Guðbergur segir ríða á að ná lendingu í málið því fyrirtækin séu að búa sig undir að draga saman í rekstrinum. "Það tekur tvö ár að ala fisk og væntanlega fara menn bara fljótlega í að slátra og draga þannig smátt og smátt úr raforkunotkun. Það er ekki annað í stöðunni ef ekki fæst aukastuðningur í málinu." Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála, sagðist gera ráð fyrir að gengið yrði frá útfærslu afslátta til bæði garðyrkjubænda og fiskeldisfyrirtækja strax í næstu viku. Landsvirkjun sendi í vikulokin ráðuneytinu bréf þar sem fyrirtækið býðst til að veita fiskeldisfyrirtækjum afslátt út þetta ár. "Svo verður, samkvæmt aðlögunarsamningi garðyrkjubænda og landbúnaðarráðuneytis, niðurgreiðsla hækkuð. Aðrir notendur hafa í raun verið að borga þetta niður, en reglurnar kveða á um gagnsæi og þá er eðlilegt að ríkið gerir þetta bara beint," segir Helgi og bætir við að einni spili inn í jafnræðissjónarmið. "Það eru í gangi viðræður um að Landsnet veiti ákveðinn afslátt. Landsvirkjun veitir afslátt frá orkuverði og svo eru þetta svo stórir notendur með góðan nýtingartíma að dreifigjaldskrá verður lág fyrir þá. Þessi fyrirtæki nota mikla orku og nýta hana vel."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira