Kosningin styrkir Samfylkinguna 15. janúar 2005 00:01 Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Formaður Ungra jafnaðarmanna segir að formannskosning milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar styrki Samfylkinguna þegar fram í sækir. Flokkurinn sé stærri en þau bæði en uppgjör sé óumflýjanlegt. Hann vill að næsti varaformaður komi úr hópi unga fólksins. Kosið verður í póstkosningu milli Össurar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar fyrir landsfundinn sem nú er fyrirhugað að halda í vor. Um fjórtán þúsund manns eru skráðir meðlimir. Ljóst er af samtölum við flokksmenn að hinn harði flokkskjarni hefur hallað sér meira að Össuri en óljósara er hvernig hinn almenni flokksmaður hagar atkvæði sínu. Þótt Ingibjörg Sólrún virðist í fljótu bragði ekki hafa þann gríðarlega meðbyr sem hún hafði eftir síðustu þingkosningar eru fjórir mánuðir langur tími í pólitík. Andrés Jónsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, segir of snemmt að draga neinar ályktanir en þetta óumflýjanlega uppgjör hafi legið þungt á flokksmönnum og því sé nauðsynlegt að klára málið sem fyrst. Hann segir líklegt að það sem tapar verði ekki varaformaður flokksins þannig að eftirleikurinn kalli ekki á náið samstarf þeirra í milli. Tíminn verði hins vegar að leiða í ljós hvort þeirra verði ofan á. Andrés segir Samfylkinguna vera að styrkjast og hún þoli því svona slag. Flokkurinn sé stór og í honum sé fólk sem kunni að vinna saman. Að sögn Andrésar er ætlunin að fara aldrei í þá skiptingu sem verið hafi í vinstriflokkunum í gamla daga. Andrés segist ekki ætla að gefa upp sína afstöðu til hvort þeirra hann kýs en vill að næsti varaformaður flokksins komi úr röðum unga fólksins. Hann segir mikið af hæfileikaríku fólki í þeirra röðum og skorar á unga flokksmenn að bjóða sig fram.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira