Landsfundur Samfylkingar í vor 14. janúar 2005 00:01 Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Allar líkur eru á því að landsfundur Samfylkingarinnar verði haldinn strax í vor. Þá verður komið í ljós hvort Össur Skarphéðinsson eða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður formaður flokksins. Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir haustið 2003 að hún myndi gefa kost á sér í formannssæti Samfylkingarinnar. Það hefur ekki breyst og segir hún það eðlilegt framhald af því forystuhluverki sem henni var falið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Áætlað var að landsfundur Samylkingarinnar yrði í haust en allt bendir til að honum verði flýtt. Fyrir því eru ýmis rök. Meðal annars þau að mánuði fyrir landsfund fer formannskosningin fram og vilja sumir meina að illu sé best af lokið. Innanbúðarmenn segja að búast megi við langvinnum innanflokksátökum vegna kosninganna og að flokkurinn fái þá meiri tíma til að einbeita sér að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga, með nýjum eða endurkjörnum formanni. Aðspurð hvort hún telji sig geta gert betur en Össur í formannssætinu segir Ingibjörg að frammistaða flokks ráðist ekki eingöngu af formanni heldur sé margt sem komi þar til álita. Það sé margt sem hún vilji gera innan Samfylkingarinnar og hún vill sækja umboð flokksmanna til þeirra verka eftir þessum leiðum. Hún telur ekki að baráttan um stólinn muni skaða flokkinn því kosningarnar séu eðlilegar og lýðræðislegar í stórum flokki sem Samfylkingunni. Og Samfylkingarmenn búast við skemmtilegum og hörðum átökum um formannssætið, enda mikið undir. Kannski einn forsætirráðherrastóll eða svo, eins og það var orðað.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira