Marktækt að spyrja um stuðning 12. janúar 2005 00:01 Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Mikill ágreiningur hefur blossað upp hérlendis um lista sem Bandaríkjamenn birtu í mars 2003 um þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak eftir að ljóst var að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna legði ekki blessun sína yfir þá aðgerð, meðal annars vegna hótunar Frakka um að beita neitunarvaldi. Ísland varð formlega hluti af bandalagi staðfastra þjóða samkvæmt yfirlýsingu Hvíta hússins. Þar sagði: "Bush forseti hefur safnað ríkjum í bandalag sem þegar hefur hafið hernaðaraðgerðir til að afvopna Íraka af gereyðingarvopnum." Þá ætti að reka Saddam Hussein forseta frá völdum. Tekið var fram að sumar þjóðir legðu bandalaginu lið með herstyrk en einnig var nefndur pólitískur stuðningur, yfirflugsheimildir og aðstoð við enduruppbyggingu. Í ályktun bandarísku öldungadeildarinnar frá 27. mars 2003 var Ísland sett í annan flokk bandalagsríkja af þremur yfir lönd sem hefðu lýst því yfir að hætta stafaði af Írak. Ríkisstjórnin hefur gagnrýnt Gallup: "Er Gallup að spyrja um hinn svonefnda lista frá því snemma árs 2003? Eru einhverjar þjóðir lengur á þeim lista?" spyr Björn Bjarnason á heimasíðu sinni. Björn var beðinn að útskýra þau ummæli og spurður hvort hann hefði sætt sig við að spurt hefði verið um hvort fólk styddi hernað Bandaríkjamanna í Írak: "Sú spurning hefði þó verið marktæk." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði hins vegar í viðtali við RÚV að spurningin væri ómarktæk: "Ég er alveg viss um það að Íslendingar eru því fylgjandi að við styðjum lýðræðisþróun í Írak, kosningarnar þar og uppbygginguna sem er fram undan og það er að sjálfsögðu aðalmálið." Ísland er hins vegar ekki eina landið þar sem deilt hefur verið hart um umræddan lista. Í þeim löndum sem sendu her til Íraks snerist umræðan að sjálfsögðu um hvort kalla ætti hann heim. Kosta Ríka hefur engan her fremur en Ísland og þar fór vera landsins á listanum fyrir stjórnarskrárdómstól. Hann úrskurðaði að það væri stjórnarskrárbrot að styðja hernaðaraðgerðir sem ekki nytu fulltingis Sameinuðu Þjóðanna. Hvíta húsið varð við beiðni stjórnar landsins í kjölfarið. Björn Bjarnason segist ekki þekkja þetta mál: "Ég þekki ekki til afstöðu Kosta Ríka, hvorki nú né áður."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira