Innlent

Snjóflóðahættu að hluta aflýst

Snjóflóðahættu í Reynishverfi við Vík í Mýrdal hefur að hluta verið aflétt. Heimilisfólki á bæjunum Lækjarbakka og Reyni hefur verið leyft að snúa heim. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Vík, Alexander Alexandersson, segir ábúanda á bænum Görðum hafa fengið tilmæli um að gista að heiman þar sem spáin hafi ekki verið nógu hagstæð. Alls eru sex bæir í Reynishverfi við Vík. Íbúum þremur þeirra, níu manns, var gert að yfirgefa bæina á mánudag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×