Ígildi góðrar starfslokagreiðslu 13. október 2005 15:20 Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóða á almennum markaði er 11 prósent meðan ríkið tryggir starfsmönnum sínum réttindi sem nemur 15,5 prósenta framlagi í lífeyrissjóð. Opinber starfsmaður fær 93,5 prósent af meðaltals mánaðarlaunum í ellilífeyri en sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna fær t.d. 69,3 prósent miðað við sömu forsendur. Reynist framlag ríkis og starfsmanna ekki nóg til að standa undir réttindunum eykur ríkið framlag sitt meðan aðrir lífeyrissjóðir skerða réttindi sjóðfélaga. Skuldbinding ríkisins nemur hundruðum milljarða króna. Miðað við 250 þúsund króna mánaðarlaun og 3,5 prósenta vexti jafngildir umframréttur opinberra starfsmanna 10 milljóna starfslokagreiðslu borið saman við verslunarmenn. Miðað við 500 þúsund króna mánaðarlaun er rétturinn ígildi 20 milljóna starfslokagreiðslu. Pétur Blöndal alþingismaður segist oft hafa bent á þennan mun og hann væri í fínu lagi ef opinberir starfsmenn kynnu að meta þessi réttindi sín. "Í síðustu samningum kennara jókst skuldbinding ríkissjóðs um 10 milljarða eða um 2,5 milljónir á hvern starfandi kennara. Í samningunum fyrir 3-4 árum jókst skuldbindingin um 23 milljarða eða um 5 milljónir á hvern starfandi kennara. Skuldbinding ríkissjóðs hefur vaxið um 7,5 milljónir á starfandi kennara í tveimur síðustu samningum og samt er ríkið ekki aðili að þeim samningum," segir hann. Þessa skuldbindingu greiða skattgreiðendur og það segir Pétur að væri í lagi ef opinberir starfsmenn kynnu að meta það en það geri þeir ekki því "þeir krefjast launa eins og gengur á almennum markaði." Í stað þess að opinberir starfsmenn velji milli þess að hafa há laun og venjuleg lífeyrisréttindi eða lægri laun og góð lífeyrisréttindi vilji þeir hvort tveggja. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóða á almennum markaði er 11 prósent meðan ríkið tryggir starfsmönnum sínum réttindi sem nemur 15,5 prósenta framlagi í lífeyrissjóð. Opinber starfsmaður fær 93,5 prósent af meðaltals mánaðarlaunum í ellilífeyri en sjóðfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna fær t.d. 69,3 prósent miðað við sömu forsendur. Reynist framlag ríkis og starfsmanna ekki nóg til að standa undir réttindunum eykur ríkið framlag sitt meðan aðrir lífeyrissjóðir skerða réttindi sjóðfélaga. Skuldbinding ríkisins nemur hundruðum milljarða króna. Miðað við 250 þúsund króna mánaðarlaun og 3,5 prósenta vexti jafngildir umframréttur opinberra starfsmanna 10 milljóna starfslokagreiðslu borið saman við verslunarmenn. Miðað við 500 þúsund króna mánaðarlaun er rétturinn ígildi 20 milljóna starfslokagreiðslu. Pétur Blöndal alþingismaður segist oft hafa bent á þennan mun og hann væri í fínu lagi ef opinberir starfsmenn kynnu að meta þessi réttindi sín. "Í síðustu samningum kennara jókst skuldbinding ríkissjóðs um 10 milljarða eða um 2,5 milljónir á hvern starfandi kennara. Í samningunum fyrir 3-4 árum jókst skuldbindingin um 23 milljarða eða um 5 milljónir á hvern starfandi kennara. Skuldbinding ríkissjóðs hefur vaxið um 7,5 milljónir á starfandi kennara í tveimur síðustu samningum og samt er ríkið ekki aðili að þeim samningum," segir hann. Þessa skuldbindingu greiða skattgreiðendur og það segir Pétur að væri í lagi ef opinberir starfsmenn kynnu að meta það en það geri þeir ekki því "þeir krefjast launa eins og gengur á almennum markaði." Í stað þess að opinberir starfsmenn velji milli þess að hafa há laun og venjuleg lífeyrisréttindi eða lægri laun og góð lífeyrisréttindi vilji þeir hvort tveggja.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira