Bíða viðbragða félagsmálaráðherra 10. janúar 2005 00:01 Búist er við að félagsmálaráðuneytið svari greinargerð Alþýðusambandsins um gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á Impregilo í dag eða á morgun en greinargerðin var send ráðuneytinu á sunnudaginn var. Greinargerðin verður lögð fyrir miðstjórnarfund ASÍ á morgun og kynnt fjölmiðlum. "Mér skilst að ráðuneytismenn séu að lesa greinargerðina. Þetta er myndarleg greinargerð upp á 20 síður eða svo. Við höfum ekki verið í miklum samskiptum við ráðuneytið í dag en mér skilst að þeir þurfi tíma til að fara í gegnum þetta," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Útgáfa atvinnuleyfa til Kínverjanna 54, sem Impregilo hefur sótt um undanþágu fyrir, er í biðstöðu meðan verið er að fara yfir lög og reglur varðandi útgáfu atvinnuleyfa og skuldbindingar Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. "Við höfum líka vakið máls á því að í þessu máli eru líka atriði sem snúa almennt að vinnumarkaðnum, framboði og eftirspurn og hvernig þau mál þróast. Við erum ekki sátt við að fyrirtæki geti mótað sér þá stefnu að halda sig við lágmarkslaun. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð á því að halda eðlilegu vægi milli framboðs og eftirspurnar. Það gefur auga leið að ef stuðlað er að offramboði á einhverju þá hefur það áhrif á verðið," segir Gylfi. Vinnumálastofnun var búin að gefa vilyrði fyrir undanþágu fyrir 54 manna hópinn og segir Gylfi að gerð hafi verið athugasemd við það hvaða heimild sé til þess að gefa vilyrði eða fyrirheit fyrir flýtimeðferð. "Það verður náttúrulega að fara að reglunum. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort starfsmenn geti verið með einhverjar aðrar reglur," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Búist er við að félagsmálaráðuneytið svari greinargerð Alþýðusambandsins um gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á Impregilo í dag eða á morgun en greinargerðin var send ráðuneytinu á sunnudaginn var. Greinargerðin verður lögð fyrir miðstjórnarfund ASÍ á morgun og kynnt fjölmiðlum. "Mér skilst að ráðuneytismenn séu að lesa greinargerðina. Þetta er myndarleg greinargerð upp á 20 síður eða svo. Við höfum ekki verið í miklum samskiptum við ráðuneytið í dag en mér skilst að þeir þurfi tíma til að fara í gegnum þetta," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Útgáfa atvinnuleyfa til Kínverjanna 54, sem Impregilo hefur sótt um undanþágu fyrir, er í biðstöðu meðan verið er að fara yfir lög og reglur varðandi útgáfu atvinnuleyfa og skuldbindingar Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. "Við höfum líka vakið máls á því að í þessu máli eru líka atriði sem snúa almennt að vinnumarkaðnum, framboði og eftirspurn og hvernig þau mál þróast. Við erum ekki sátt við að fyrirtæki geti mótað sér þá stefnu að halda sig við lágmarkslaun. Auðvitað bera stjórnvöld ábyrgð á því að halda eðlilegu vægi milli framboðs og eftirspurnar. Það gefur auga leið að ef stuðlað er að offramboði á einhverju þá hefur það áhrif á verðið," segir Gylfi. Vinnumálastofnun var búin að gefa vilyrði fyrir undanþágu fyrir 54 manna hópinn og segir Gylfi að gerð hafi verið athugasemd við það hvaða heimild sé til þess að gefa vilyrði eða fyrirheit fyrir flýtimeðferð. "Það verður náttúrulega að fara að reglunum. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort starfsmenn geti verið með einhverjar aðrar reglur," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira