Segir Íraksumræðu á villigötum 8. janúar 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir umræðu hér á landi um stuðning Íslands við innrásina í Írak á villigötum. Þá undrast hann að Gallup skuli hafa tekið þátt í uppþoti stjórnarandstöðunnar með því að kanna hug landsmanna til stríðsins. Spurningin hefði verið svo vitlaus að hann hefði sjálfur átt í vandræðum með að svara henni. Í könnun Gallups var spurt: Á Ísland að vera á lista með þeim þjóðum sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak eða á Ísland ekki að vera á listanum? Nei sögðu 84 prósent. Davíð Oddsson segir að með sama hætti ætti að spyrja: Viltu að Saddam Hussein verði áfram við völd í Írak? Hann gerir ráð fyrir að sambærilegar tölur fengjust í þeirri spurningu. Svona spurningar séu ekki mikið innlegg í umræðuna. Davíð segir að hvergi annars staðar sé rætt um að fara af listanum en stundum sé hér rætt um dellu eins og þessa. Fyrir umræðunni standi stjórnarandstaðan. Fjölmiðlar spili undir þessa vitleysu, hann sé svolítið hissa á því. Davíð líkir þessu við uppskurð sem hann fór í vegna veikinda sinna. Hann hafi skrifað undir samþykki við uppskurðinum í júlí. Hann spyr hvort hann eigi að taka samþykkið til baka. Hann spyr einnig hvað það hafi með uppskurðinn að gera og segir að hann yrði sendur inn á geðdeild ef hann færi upp á Landspítala og segðist ætla að taka samþykki sitt til baka. Davíð segir að þegar spurt sé um vitleysisatriði af þessu tagi fái menn svör eins og í skoðanakönuninni. Hann spyr hverju fólk eigi að svara og bætir við að hann hefði kannski verið í vandræðum með að svara spurningu af þessu tagi, hún sé svo vitlaus. Davíð var inntur eftir því hvort ekki væri verið að gagnrýna þá ákvörðun sem tekin hefði verið í upphafi, að Ísland væri hópi ríkja sem styddu innrásina í Írak. Davíð svaraði því svo að Íslendingar væru ekki í neinum sérstökum hópi, sú pólitíska ákvörðun hafi verið tekin að það kæmi til greina að fylgja eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna ef Saddam Hussein léti ekki skipast. Þessa ákvörðun hafi þrír fjórðu hlutar NATO-ríkjanna líka tekið og því hafi Ísland ekki verið í undarlegum hópi. Ályktanirnar hafi ekki verið innantómar hótanir og Sameinuðu þjóðirnar og hinn frjálsi heimur hafi meint þetta. Davíð sagði enn fremur að umræðan væri undarleg. Rætt væri um að Íslendingar væru á einhverjum lista sem sæi um sprengingar í Írak og því miður hafi fréttamenn tekið þátt í þessum undarlega leik stjórnarandstöðunnar. Það sýndi að þeir væru ekki á mjög háu plani. Misvísandi upplýsingar hafa borist um það hvort stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið ræddur í utanríkismálanefnd Alþingis. Formaður Framsóknarflokksins hefur staðhæft að svo hafi verið, ólíkt Jónínu Bjartmarz, fulltrúa flokksins í nefndinni. Davíð segir að hugsanlega geti menn sagt að formlega hafi málið ekki komið fyrir utanríkismálanefnd. Það sé umræða af sama meiði sem hann velti fyrir sér hvort hann eigi að taka þátt í. Stefna allra fulltrúa í utanríkismálanefnd hafi legið fyrir. Stjórnarflokkarnir hafi stutt að hótunum um valdbeitingu gagnvart Saddam Hussein kynni að þurfa að fylgja eftir. Það hafi legið fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hafi verið á móti valdbeitingu en enginn hafi vitað hvaða afstöðu Samfylkingin hefði haft í þessu máli eða öðrum. Það hefði engu breytt þótt formlegur fundur hefði verið haldinn í nefndinni. Um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða og þeir sem eigi að gefa slíkar yfirlýsingar séu þeir sem hafi gefið hana samkvæmt íslenskri stjórnskipan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels