Milliríkjadeilur í miðborginni 30. mars 2005 00:01 Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira