Milliríkjadeilur í miðborginni 30. mars 2005 00:01 Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Rússneski sendiherrann hefur virt að vettugi tilmæli borgaryfirvalda um að stöðva umfangsmiklar framkvæmdir á lóð sendiráðsins við Garðastræti í miðborg Reykjavíkur. Sendiráðið er að reisa 400 fermetra, sjö metra hátt hús, með sprengjuheldri viðbyggingu sem nota á til að opna póst. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, staðfesti að borgaryfirvöld hefðu fengið vitneskju um framkvæmdirnar eftir ábendingar frá nágrönnum í desember. "Rússarnir byrjuðu á verkinu í óleyfi því þeir töldu sig ekki þurfa að fara að íslenskum lögum, sem er ekki rétt hjá þeim. Þeir höfðu ekki sótt um byggingarleyfi og því fór ég fram á að framkvæmdir yrðu stöðvaðar," segir Magnús. Hann staðfestir að Rússarnir hafi ekki orðið við þeirri beiðni. Lóð sendiráðsins er rússneskt yfirráðasvæði og því hafa íslensk yfirvöld ekki leyfi til að fara inn á lóðina. "Utanríkismálaráðuneytið hefur haft milligöngu í málinu og fylgst með því ef til vandræða kemur, en það getur alveg orðið," segir Magnús. Nágrannar sendiráðsins eru ósáttir við bygginguna og telja húsið svo stórt og fyrirferðarmikið að það muni fylla upp í baklóðina. Fjallað verður um málið á fundi skipulags- og byggingarnefndar á miðvikudag. "Ef byggingarleyfi verður ekki veitt verða Rússarnir að fjarlægja það sem þegar hefur verið reist. Þetta er rússneskt yfirráðasvæði og mun utanríkisráðuneytið því þurfa að taka þátt í að leysa málið," segir Magnús. Ef byggingarleyfi verður hins vegar veitt og nágrannar kæra það til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála er ekki líklegt að nefndin telji sér fært að úrskurða í málinu. "Ekki miðað við fyrri úrskurði nefndarinnar," segir Magnús. "Áður hafa þrjú mál komið til kasta nefndarinnar, tvö vegna bandaríska sendiráðsins og eitt vegna hins kínverska. Nefndin vísaði málunum frá á grundvelli svokallaðs úrlendisréttar, sem þýðir að nefndin telur sig ekki hafa lögsögu yfir lóðunum," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira