Breytir engu um vald ráðherra 20. janúar 2005 00:01 "Það er algjörlega á hreinu að þótt staðan í Írak hafi verið rædd var stuðningur okkar við innrásina og vera okkar á listanum aldrei rætt í utanríkismálanefnd," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem átti sæti í nefndinni á tímabilinu. "Ákvörðunin sem slík var ekki til staðar, né hafði verið boðað að hún væri í vændum," segir Steingrímur. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sat í utanríkismálanefnd á þessum tíma. "Ég man ekki til þess að það hafi verið lagt fyrir utanríkismálanefnd hvort Íslendingar ættu að styðja innrásina í Írak, ég held að þetta hafi komið mjög snöggt upp," segir Magnús. Jónína Bjartmarz hefur sagt hið sama opinberlega. Aðspurður segir Magnús að ákvörðunin hafi heldur aldrei verið rædd í þingflokknum. Sigríður Anna Þórðardóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar á umræddum tíma. Hún segist ekkert hafa um málið að segja. Björn Bjarnason sat fyrir Sjálfstæðisflokk í nefndinni. "Ég ætla ekki að taka þátt í þessum "leik" sem skiptir engu máli og breytir engu um vald ráðherra eða annarra og svara því ekki spurningum þínum um þetta mál," segir Björn. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti sæti í nefndinni. "Ég tel að málefni Íraks hafi verið rædd á breiðum grundvelli í utanríkismálanefnd og á Alþingi og fyrir innrásina og á eftir. Ég tel að með þeim umræðum hafi þingskaparákvæði, þar sem kveður á um samráðsgildi við utanríkismálanefnd, verið fullnægt að öllu leyti." Spurður hvort hugsanlegur stuðningur Íslendinga við innrásina hafi verið ræddur segist hann ekki vilja fara ofan í það efnislega sem rætt var á fundunum. "Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn geta haldið því fram í sífellu að Íraksmálin hafi verið rædd þennan vetur," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þegar rætt var um málefni Íraks var það alltaf að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, bæði í þinginu og í utanríkismálanefnd. Það fyrir liggur að ákvörðunin um að styðja innrásina var aldrei rædd í utanríkismálanefnd, enda hefur forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra, margsagt að hann teldi að ekki hafi verið þörf á því," segir Þórunn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
"Það er algjörlega á hreinu að þótt staðan í Írak hafi verið rædd var stuðningur okkar við innrásina og vera okkar á listanum aldrei rætt í utanríkismálanefnd," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sem átti sæti í nefndinni á tímabilinu. "Ákvörðunin sem slík var ekki til staðar, né hafði verið boðað að hún væri í vændum," segir Steingrímur. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sat í utanríkismálanefnd á þessum tíma. "Ég man ekki til þess að það hafi verið lagt fyrir utanríkismálanefnd hvort Íslendingar ættu að styðja innrásina í Írak, ég held að þetta hafi komið mjög snöggt upp," segir Magnús. Jónína Bjartmarz hefur sagt hið sama opinberlega. Aðspurður segir Magnús að ákvörðunin hafi heldur aldrei verið rædd í þingflokknum. Sigríður Anna Þórðardóttir var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar á umræddum tíma. Hún segist ekkert hafa um málið að segja. Björn Bjarnason sat fyrir Sjálfstæðisflokk í nefndinni. "Ég ætla ekki að taka þátt í þessum "leik" sem skiptir engu máli og breytir engu um vald ráðherra eða annarra og svara því ekki spurningum þínum um þetta mál," segir Björn. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti sæti í nefndinni. "Ég tel að málefni Íraks hafi verið rædd á breiðum grundvelli í utanríkismálanefnd og á Alþingi og fyrir innrásina og á eftir. Ég tel að með þeim umræðum hafi þingskaparákvæði, þar sem kveður á um samráðsgildi við utanríkismálanefnd, verið fullnægt að öllu leyti." Spurður hvort hugsanlegur stuðningur Íslendinga við innrásina hafi verið ræddur segist hann ekki vilja fara ofan í það efnislega sem rætt var á fundunum. "Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn geta haldið því fram í sífellu að Íraksmálin hafi verið rædd þennan vetur," segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þegar rætt var um málefni Íraks var það alltaf að frumkvæði stjórnarandstöðunnar, bæði í þinginu og í utanríkismálanefnd. Það fyrir liggur að ákvörðunin um að styðja innrásina var aldrei rædd í utanríkismálanefnd, enda hefur forsætisráðherra, þáverandi utanríkisráðherra, margsagt að hann teldi að ekki hafi verið þörf á því," segir Þórunn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira