Sissel komin til landsins 13. mars 2005 00:01 Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel. Innlent Lífið Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel.
Innlent Lífið Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira