Fimm menn ákærðir vegna banaslyss 7. júní 2005 00:01 Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Fimm menn, sem allir störfuðu við framkvæmdirnar á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið kærðir fyrir brot á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, þann 15. mars í fyrra er ungur maður lést í vinnuslysi þegar tæplega fjörtíu kílóa þungt grjót hrundi ofan á hann úr hlíð Hafrahvammsgljúfurs. Einum mannanna, þáverandi framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Arnarfells, er gefið að sök að hafa vanrækt skyldu til að bregðast við bráðri hættu á heilsutjóni eða vinnuslysum, með því að senda tvo starfsmenn til vinnu í Hafrahvammsgljúfri, þó honum hafi verið kunnugt um mikla hættu á grjóthruni vegna vaxandi lofthita á svæðinu dagana á undan. Starfsmennirnir tveir voru að merkja fyrir borun við bergvegginn þegar slysið varð. Fá fordæmi eru fyrir því hér á landi að starfsmenn fyrirtækja séu dæmdir til refsiábyrgðar fyrir brot af þessu tagi. Oftast nær eru fyrirtæki dæmd til greiðslu skaðabóta, án þess að starfsmenn séu dæmdir sérstaklega fyrir þeirra þátt. Að sögn Helga Jenssonar, sýslufulltrúa á Seyðisfirði, sem fer með málið fyrir hönd ríkissaksóknara, er hugsanlegt að málið verði fordæmisgefandi. "Það hafa ekki fallið margir dómar í hliðstæðum málum og þessum, í rauninni sárafáir. Mér er kunnugt um vinnuslys í Reykjavík þar sem einstaklingar voru dæmdir til refsiábyrgðar, en það er þó ekki efnislega eins og þetta mál og því verður þetta mál örugglega fordæmisgefandi að einhverju leyti". Tveir hina ákærðu voru starfsmenn eftirlitsfyrirtækis á vegum Landsvirkjunar þegar slysið varð, einn var framkvæmdastjóri undirverktaka Impregilo, Arnarfells, sem hinn látni starfaði hjá, og einn var yfirmaður eftirlits- og heilbrigðismála hjá Impregilo. Ef hinir ákærðu verða fundnir sekir um fyrrnefnd brot er einungis hægt að dæma þá til greiðslu sekta þar sem refsiramminn fyrir brot sem þessi gerir ekki ráð fyrir öðrum refsingum en sektum. Einum hinna ákærðu hafa ekki verið birtar ákærurnar þar sem hann var staddur erlendis þegar málið var þingfest í gærmorgun. Ákærðu neita allir sök og því fer málið í aðalmeðferð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira