Fleiri borgarbúar vilja Vilhjálm 17. september 2005 00:01 Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra en Gísla Marteini Baldurssyni. Fleiri sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein skipa fyrsta sæti flokksins í borgarstjórnarkosningunum. Gísli Marteinn Baldursson opnaði kosningaskrifstofu að Aðalstæti sex með pompi og pragt í dag. Nokkur fjöldi mætti til að kynna sér framboð Gísla og til að sýna honum stuðning. Gísli Marteinn segir að hann og stuðningsmenn hans verði á skrifstofunni á hverjum degi fram að kosningum. Skrifstofan hafi verið opnuð til þess að hægt verði að fara að vinna og hitta fólk sem vilji koma með góðar og uppbyggilegar athugasemdir og ábendingar til hans. Einhverjir hafa eflaust rekið augun í það að á nýrri auglýsingamynd af Gísla Marteini er hann með þriggja daga skegg en flestir eru þó vanir að sjá hann nýrakaðann. Síðustu daga hefur hann svo sést í gervi konu í auglýsingaherferð Verslunarmannafélags Reykjavíkur gegn launamuni kynjanna. Aðspurður hvort hann hafi verið að tefla fram karlmannlegri ímynd á móti auglýsingu VR segir Gísli að hann hafi talið það nauðsynlegt að hefja aðeins upp karlmennskuímyndina eftir að hafa verið á síðum blaðanna sem kona síðustu daga. Þetta sé því ágætis mótvægi. Í nýlegri skoðanakönnun IMG Gallup kemur fram að fleiri Reykvíkingar treysta Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni til að gegna starfi borgarstjóra heldur en Gísla Marteini Baldurssyni. Í sömu könnun vildu fleiri Sjálfstæðismenn í borginni sjá Gísla Martein í fyrsta sæti flokksins. Gísli Marteinn segir könnunina mjög jákvæða fyrir sig því þar komi í ljós að sjálfstæðismenn vilji fá hann til að leiða lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Hann fagni því mjög og sé þakklátur því hann hafi talið að það þyrfti meiri tíma til að koma skilaboðum hans og stuðningsmanna hans á framfæri. Á móti komi einnig í ljós að vinstrimenn vilji alls ekki fá hann í slaginn og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins geti ekki hugsað sér að hann verði efstur á lista sjálfstæðismanna. Eins og hann sé ánægður með stuðning sjálfstæðismanna sé hann jafnvel enn ánægðari með að vinstrimenn skuli telja hann skeinuhættasta andstæðinginn. Frambjóðendurnir virðast þó ekki túlka niðurstöðurnar á sama hátt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að sér þyki ákaflega vænt um niðurstöðu könnunarinnar því í hans tilfelli sé þetta dómur um hans störf að borgarmálum á mörgum undanförnum málum. Mjög margir í borginni þekki störf hans og þau málefni sem hann hafi barist fyrir. Þess vegna líti hann á niðurstöðuna sem traustsyfirlýsingu til þess að takast á við stjórn borgarinnar sem verði vonandi næsta vor. Vilhjálmur minnir á það að fyrir rúmu ári hafi Sjálfstæðisflokkurinn mælst með 40 prósenta fylgi í skoðanakönnunum en nú, undir hans forystu, mælist hann með rétt tæplega 54 prósent. Vilhjálmur er klár í slaginn og mun á næstu dögum opna kosningaskrifstofu við Suðurlandsbraut.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira