Heimurinn hættulegri eftir innrás 22. janúar 2005 00:01 Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira