Allt til alls í garðinum 25. apríl 2005 00:01 Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum." Hús og heimili Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður hleður batteríin með því að heilsa upp á hestana að vetrinum og rækta garðinn sinn á sumrin. "Frá því í janúar og fram á vorið er hesthúsið mitt helsta athvarf. Þótt bílskúrinn hafi mikið aðdráttarafl þá hefur hesthúsið vinninginn. Reyndar veldur tímaskortur því að ég kemst ekki þangað eins oft og ég vildi en ég hef reynt að bæta það upp með því að fara í enn drýgri útreiðartúra þegar ég kemst á bak. Hestarnir kunna að meta það líka," segir Samúel Örn brosandi þegar hann er spurður hvar hann eigi sér athvarf. Að sumrinu er það þó garðurinn heima sem er eftirlætisstaður íþróttafréttamannsins og á pallinum finnst honum frábært að hreiðra um sig þegar vel viðrar. "Við leggjum okkur fram um að hafa garðinn hlýlegan en eins léttan í umhirðu og kostur er," segir Samúel og bendir á sígrænar plöntur framan við stofugluggann og vatn í fossi og tjörn sem er líka fallegt allt árið. Í einu horninu er matjurtagarður sem fjölskyldan sækir grænmeti í þegar kemur fram á sumarið. "Þótt mér finnist fínt að dunda mér í garðinum þá hvílir umhirða hans að langmestu leyti á herðum konunnar," viðurkennir Samúel Örn. "Það er helst að ég sjái um að þrífa tjörnina og svo tek ég til hendinni við sláttinn," segir hann hlæjandi og gefur garðeigendum það ráð að koma sér upp góðri sláttuvél - þá sé þetta ekkert mál. Á grasflötinni eru fótboltamörk þar sem dæturnar skora og sjá um að halda mosanum í skefjum í leiðinni. Það er semsagt allt til alls í garðinum. Samúel Örn kveðst eiga athvarf víðar sem gott er að sækja frið og orku til og nefnir æskuslóðirnar í Rangárþingi. "Á Hellu komst ég fyrst í kynni við garðyrkju því að móðir mín er mikil ræktunarkona. Ég skrepp þangað oft yfir sumarið meðal annars til að heilsa upp á hestana sem eru þar í sumarhögum."
Hús og heimili Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira