Herdís, Margrét og Valgerður ráða 26. janúar 2005 00:01 Spennu gætir í bókmenntaheiminum í dag því Íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt á Bessastöðum síðdegis. Líkt og undanfarin ár eru fimm bækur nefndar til verðlauna í flokkunum tveimur; flokki fagurbókmennta og flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Í fyrrnefnda flokknum eru tilnefnd þau Arnaldur Indriðason fyrir Kleifarvatn, Auður Jónsdóttir fyrir Fólkið í kjallaranum, Einar Már Guðmundsson fyrir Bítlaávarpið, Guðrún Helgadóttir fyrir Öðruvísi fjölskyldu og Sigfús Bjartmarsson fyrir Andræði. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Einar Már hefur í þrígang verið tilnefndur, Auður tvisvar og Sigfús einu sinni. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis eru tilnefnd þau Halldór Guðmundsson fyrir Halldór Laxness, Helgi Þorláksson fyrir Sögu Íslands 6. og 7. bindi, Inga Dóra Björnsdóttir fyrir Ólöfu eskimóa, Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir Íslensk spendýr og Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir fyrir Íslendinga. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Helgi, Páll og Jón Baldur hafa allir verið tilnefndir áður. Herdís Þorgeirsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir skipa nefndina sem sker úr um hverjir hljóta verðlaunin að þessu sinni en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir þau. Bókmenntir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Spennu gætir í bókmenntaheiminum í dag því Íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt á Bessastöðum síðdegis. Líkt og undanfarin ár eru fimm bækur nefndar til verðlauna í flokkunum tveimur; flokki fagurbókmennta og flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Í fyrrnefnda flokknum eru tilnefnd þau Arnaldur Indriðason fyrir Kleifarvatn, Auður Jónsdóttir fyrir Fólkið í kjallaranum, Einar Már Guðmundsson fyrir Bítlaávarpið, Guðrún Helgadóttir fyrir Öðruvísi fjölskyldu og Sigfús Bjartmarsson fyrir Andræði. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Einar Már hefur í þrígang verið tilnefndur, Auður tvisvar og Sigfús einu sinni. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis eru tilnefnd þau Halldór Guðmundsson fyrir Halldór Laxness, Helgi Þorláksson fyrir Sögu Íslands 6. og 7. bindi, Inga Dóra Björnsdóttir fyrir Ólöfu eskimóa, Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir Íslensk spendýr og Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir fyrir Íslendinga. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Helgi, Páll og Jón Baldur hafa allir verið tilnefndir áður. Herdís Þorgeirsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir skipa nefndina sem sker úr um hverjir hljóta verðlaunin að þessu sinni en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir þau.
Bókmenntir Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira