Íslenskir dómstólar hlíti EFTA 2. mars 2005 00:01 Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira