Íslenskir dómstólar hlíti EFTA 2. mars 2005 00:01 Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir