Ör--"þrifa"--ráð 23. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana! Hús og heimili Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
Það er staðreynd að mörgum finnst leiðinlegt að þrífa. Það er samt eitthvað við hreingerningarlykt og nýskúruð gólf sem býður hátíðinni í bæinn, eins og páskunum. Það er alger óþarfi að nýta hálft fríið í það að þrífa fyrir hátíð sem varir ekki svo lengi -- þó það sé auðvitað voðalega gaman að hafa fínt inni hjá sér. Hér er rétt að minnast á nokkrar svindlaðferðir til að láta þig sjálfa/n og annað fólk halda að það sé voðalega hreint og fínt inni hjá þér. Það er líka svolítið gaman að svindla og plata endrum og eins. * Opnaðu svalahurðina og líka útidyrahurðina. Láttu blása vel í gegn svo allt rykið sogist í gegnumtrekkinn og fjúki út í eilífðina. Þá er það allavega ekki á þínum gólfum lengur. * Keyptu þér hreingerningarúðann með sterkustu lyktinni úti í búð. Hann þarf að vera í úðaformi. Taktu þig til og úðaðu hreingerningarúðanum út um hólf og gólf, inn í alla skápa og út um allt. Þá ilmar íbúðin af hreinlæti. Mmmmm...finnurðu það ekki? * Fylltu allar hillur af páskaskrauti og fínheitum -- þá sér ekki í rykið í hillunum. * Keyptu þér tilbúið deig. Það má vera hvað sem er -- piparköku eða pítsudeig -- bara svo lengi sem það komi bökunarlykt. Skelltu deiginu í ofninn og bakaðu það við lágan hita svo sem mest lykt komi jafnt og þétt. Vertu síðan búin/n að kaupa nokkrar kökur og góð brauð í búðinni svo allir haldi að þú hafi bakað þetta allt sjálf/ur. Voða sniðugt. * Hafðu alltaf rúmteppi ofan á sænginni! Þetta er mjög mikilvægt -- það er svo leiðinlegt að skipta á rúminu. * Blástu upp blöðrur og hengdu á öll rafmagnstæki í húsinu. Blöðrurnar eru rafmagnaðar og soga í sig rykið sem leynist í mjóum rifum og rákum. Svo eru þær líka flott skraut -- mundu bara að kaupa gular. * Svo er það klassíska -- hentu öllu tilfallandi undir rúm og inn í skáp. Skapaðu naumhyggjustemningu um páskana!
Hús og heimili Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira